FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | PRÉDIKARINN 7-12
„Mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum“
Sýnið að þið munið eftir skaparanum með því að nota hæfileika ykkar til að þjóna honum meðan þið eruð ung
Margt ungt fólk hefur heilsu og orku til að taka að sér spennandi og krefjandi verkefni.
Unga fólkið ætti að nota tíma sinn og krafta til að þjóna Guði áður en ellin setur því hömlur.
Salómon lýsti fylgikvillum ellinnar í ljóðrænu myndmáli
Þriðja vers: „Dimmt er orðið hjá þeim sem líta út um gluggana.“
Skert sjón.
Fjórða vers: „Söngvarnir verða lágværir.“
Skert heyrn.
Fimmta vers: „Kapersber hrífa ekki lengur.“
Minnkandi matarlyst.