FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 1. MÓSEBÓK 48–50
Aldraðir hafa frá mörgu að segja
Það styrkir trú okkar á Jehóva og fyrirheit hans að heyra aldraða segja frá reynslu sinni af þeim ,dásemdarverkum‘ sem Jehóva hefur framkvæmt nú á síðustu dögum. (Sl 71:17, 18) Ef það eru aldraðir bræður og systur í söfnuðinum þínum skaltu biðja þau um að segja þér frá:
hvernig Jehóva hefur hjálpað þeim að halda áfram að þjóna honum þrátt fyrir erfiðleika.
hvernig boðberum hefur fjölgað frá því þau komu í söfnuðinn.
hvernig þeim hefur fundist að fá nákvæmari skýringar á sannleika Biblíunnar.
þeim breytingum sem þau hafa tekið eftir að hafa verið gerðar á skipulagi safnaðar Jehóva.