Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb21 janúar bls. 7
  • Árleg mót – tækifæri til að sýna kærleika

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Árleg mót – tækifæri til að sýna kærleika
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2021
  • Svipað efni
  • Jehóva stefnir saman glöðum þjónum sínum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Glaðst og Guði sungið lof á mótum
    Vottar Jehóva — sameinaðir í að gera vilja Guðs um allan heim
  • Andleg fæða á réttum tíma
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Jehóva veit hvað við þurfum
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2019
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2021
mwb21 janúar bls. 7

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Árleg mót – tækifæri til að sýna kærleika

Boðsgestir með mismunandi menningarbakgrunn stilla sér upp fyrir hópmyndatöku á alþjóðamóti.

Hvers vegna veita árlegu mótin svona mikla gleði? Mótin gefa okkur tækifæri til að tilbiðja Jehóva með hundruðum, jafnvel þúsundum trúsystkina okkar, líkt og gert var í Ísrael til forna. Við njótum andlegu veislufæðunnar. Við metum líka mikils þær dýrmætu stundir sem við verjum með vinum og fjölskyldu. Við erum innilega þakklát og erum því staðráðin í að mæta alla þrjá mótsdagana.

Þegar við fáum tækifæri til að safnast saman ættum við ekki bara að hugsa um það sem við fáum út úr því heldur hvernig við getum sýnt öðrum kærleika. (Ga 6:10; Heb 10:24, 25) Við sýnum að við hugsum um hag annarra þegar við höldum dyrum opnum fyrir trúbróður eða -systur og tökum aðeins frá þau sæti sem við þurfum. (Fil 2:3, 4) Mótin veita frábær tækifæri til að eignast nýja vini. Fyrir og eftir dagskrána og í hádegishléinu getum við lagt okkur fram um að tala við einhvern sem við þekkjum ekki. (2Kor 6:13) Vináttan sem við eignumst við þessi tækifæri getur enst alla ævi. Og það sem er ekki síður mikilvægt er að þegar gestir og aðrir sjá kærleikann sem ríkir meðal okkar, gæti það orðið til þess að þeir ákveði að þjóna Jehóva með okkur. – Jóh 13:35.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ „KÆRLEIKURINN BREGST ALDREI“ – ALÞJÓÐAMÓT OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Atriði úr myndskeiðinu „,Kærleikurinn bregst aldrei‘ – alþjóðamót“. Bræður og systur á alþjóðamóti faðma boðsgesti og bjóða þá velkomna.

    Hvernig var boðsgestum frá öðrum löndum sýndur kærleikur á alþjóðamótunum 2019?

  • Atriði úr myndskeiðinu „,Kærleikurinn bregst aldrei‘ – alþjóðamót“. Bræður og systur stilla sér upp með boðsgestum fyrir hópmyndatöku.

    Hvað er einstakt við eininguna og kærleikann sem ríkir meðal fólks Jehóva?

  • Atriði úr myndskeiðinu „,Kærleikurinn bregst aldrei‘ – alþjóðamót“. Bræður og systur frá Kóreu halda á skilti sem á stendur „Velkomin“ og veifa til þeirra sem eru að koma á mótið.

    Hvaða þætti kristins kærleika fjölluðu bræðurnir í hinu stjórnandi ráði um?

  • Atriði úr myndskeiðinu „,Kærleikurinn bregst aldrei‘ – alþjóðamót“. Glöð stelpa heldur á eintaki af Nýheimsþýðingunni sem hún er nýbúin að fá.

    Hvernig getur þú sýnt kærleika á mótunum?

    Hvernig hefur kristinn kærleikur sigrað í Þýskalandi og Suður-Kóreu?

  • Hvað ættum við að vera staðráðin í að gera?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila