PRÓFAÐU ÞETTA
Undirbúðu hjartað
Þegar við lesum Biblíuna viljum við að hugsanir Jehóva hafi áhrif á hjartað, okkar innri mann. Esra var til fyrirmyndar í að ‚búa hjarta sitt undir að leita ráða í lögum Jehóva‘. (Esra. 7:10) Hvernig getum við undirbúið hjarta okkar?
Farðu með bæn. Áður en þú byrjar biblíulesturinn skaltu fara með bæn. Biddu Jehóva að hjálpa þér að skilja það sem þú lærir og fylgja því. – Sálm. 119:18, 34.
Vertu auðmjúkur. Guð hylur sannleikann fyrir þeim sem eru stoltir og reiða sig á eigin vitsmuni. (Lúk. 10:21) Þegar þú rannsakar ákveðið efni í Biblíunni skaltu forðast að gera það til að ganga í augun á öðrum. Sýndu auðmýkt og breyttu hugsunarhætti þínum í samræmi við vilja Guðs.
Hlustaðu á ríkissöngvana. Tónlist býr yfir krafti og getur búið hjarta okkar undir tilbeiðslustundina. Að hlusta á ríkissöng í byrjun námsstundar er góð leið til að undirbúa hjartað.