Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g85 8.7. bls. 11
  • Síst lakara að ganga en hlaupa

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Síst lakara að ganga en hlaupa
  • Vaknið! – 1985
  • Svipað efni
  • Gagn af göngu
    Vaknið! – 2004
  • Framgöngum í trú!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Lifum í trú en ekki eftir því sem við sjáum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Haltu áfram að ganga með Guði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
Sjá meira
Vaknið! – 1985
g85 8.7. bls. 11

Síst lakara að ganga en hlaupa

„Gönguferðir . . . njóta nú mikilla vinsælda sem stafar af því að mönnum eru aftur orðin ljós heilsusamleg áhrif þess að ganga.“ Svo segir í bæklingnum Walking for Exercise and Pleasure, gefinn út af ráðgjafanefnd Bandaríkjaforseta um líkamshreysti og íþróttir.

Þessi fullyrðing er studd löngum lista um það hversu heilsusamlegt sé að ganga. Þar á meðal er þetta nefnt: Betri súrefnisnýtni við áreynslu, hægari hjartsláttur við hvíld, lægri blóðþrýstingur og aukin afköst hjarta og lungna. Til að ná þessum árangri dugir þó ekki að labba eða rölta í rólegheitum heldur, eins og bæklingurinn bendir á, með því að ganga „nógu rösklega til að koma hjartanu til að slá hraðar og láta þig anda dýpra en venjulega.“

Þótt undarlegt megi virðast brennir venjulegur maður næstum jafnmörgum hitaeiningum á göngu og hlaupum. Þegar orkunotkun 24 hraustra skólanema (karla) var mæld miðað við göngu, skokk og hlaup á mismunandi hraða kom í ljós að væri „skokkað eina mílu á 8 1/2 mínútu brenndi það aðeins 26 fleiri hitaeiningum en þegar gengið var eina mílu á 12 mínútum.“ Væri gönguhraðinn 8 kílómetrar miðað við klukkustund var orkunotkunin 78 hitaeiningar á hvern kílómetra, en væri hlaupið á 14,4 kílómetra hraða miðað við klukkustund var orkunotkunin aðeins 25 hitaeiningum meiri miðað við sömu vegalengd.

Af öðrum kostum, sem það hefur að ganga, má nefna: Engin aukaútgjöld vegna sérstaks búnaðar (nema fyrir góða skó), undirbúningsþjálfun er óþörf og nálega engin meiðsli eru samfara því að ganga. Slagorð bæklingsins eru: „Ganga: Hægari en öruggari leið til líkamshreysti.“ Vera má að þú takir undir þau.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila