Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g89 8.7. bls. 23-25
  • Hvernig get ég lært að halda uppi samræðum?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig get ég lært að halda uppi samræðum?
  • Vaknið! – 1989
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Sigrast á feimni
  • Ef þú ert misskilinn
  • Samúðarskilningur
  • Að hefja samræður
  • Samræður eru list
    Vaknið! – 1995
  • Samræðuleikni
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Af hverju er ég svona feiminn?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – hefjum samræður til að boða trúna óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
Sjá meira
Vaknið! – 1989
g89 8.7. bls. 23-25

Ungt fólk spyr . . .

Hvernig get ég lært að halda uppi samræðum?

SHARON er viðkvæm og feimin að eðlisfari. Hún viðurkenndi í viðtali við Vaknið!: „Ég veit ekki hvað ég á að segja þegar ég er kynnt fyrir fólki. Mig langar ekki til að segja einhverja vitleysu og koma kannski öðrum úr jafnvægi.“ Það kostar átak fyrir feimna unglinga eins og Sharon að halda uppi samræðum við aðra.

Hjá sumum getur ólíkt þjóðerni staðið í vegi fyrir samræðum og skoðanaskiptum. Tökum sem dæmi þeldökkan suður-afrískan ungling, Lucas að nafni, sem varð hluti af því fjölþjóðlega starfsliði sem gefur út þetta tímarit á þeim tungumálum sem töluð eru þar í landi. „Það er talsvert menningaráfall,“ sagði hann, „fyrir svertingja að koma og setjast að matarborði með hvítum. Ég var mjög taugaóstyrkur þegar ég flutti hingað og fór að búa með hvítu fólki, vegna þess að við vorum af ólíkum uppruna. Ég var ekki viss um að það sem ég segði yrði tekið gott og gilt. Það tekur sinn tíma að vinna bug á þessari tilfinningu.“

Jafnvel þegar fólk tilheyrir sömu þjóð getur það átt í erfiðleikum með að tala saman og skiptast á skoðunum. Suður-Afríkumaður að nafni Peter segir: „Ég ólst upp í sveit en síðan fluttist fjölskylda mín í þéttbýli. Ég gat talað um lífið í sveitinni en lífið í borginni var mjög ólíkt. Ég sat bara þegjandi og hlustaði með óttablandinni lotningu á samræður vina minna.“

Hvað getur þú gert ef þú átt við vandamál af þessu tagi að stríða?

Sigrast á feimni

Líður þér illa í félagsskap annarra? Hertu upp hugann, því að það er algengt einkenni uppvaxtarins. Á táningaárunum verður sjálfsvitundin mjög sterk og unglingunum er þá mjög hugleikið hvað aðrir hugsi um þá. Þeir forðast gjarnan að draga að sér athygli og reyna að segja eins lítið og mögulegt er.

„Feimni er eins konar vernd,“ segir dr. Tony Lake í bók sinni Loneliness. „Hinn feimni kemst hjá því að gera mistök vegna þess að feimnin kemur í veg fyrir að hann taki þá áhættu að hljóma eða líta heimskulega út.“ Feimið fólk getur kófsvitnað aðeins við tilhugsunina um að blanda sér í samræður! Það getur hreinlega ekki tekið í sig nægan kjark til að tala. Ef það gerir það koma orðin öfug út. Þeir sem heyra eru kannski ráðvilltir eða jafnvel hlægja. Hvað ættir þú að gera ef slíkt hendir þig?

„Lausnin felst í því að gefa sér nægan tíma og gera ekki þau mistök að halda að eitthvað sé stórlega athugavert við okkur,“ segir dr. Lake. „Við ættum að einbeita okkur að því að hlusta uns okkur finnst við tilbúin að tala eins lengi og við viljum.“ (Samanber Jakobsbréfið 1:19.) Þessi jákvæða aðferð hefur hjálpað mörgum, eins og til dæmis Irene sem er feimin. „Ég hlusta vandlega á samræður annarra,“ segir hún, „til að læra af þeim. Síðan les ég mér til um efnið til að afla mér meiri vitneskju. Þá er ég samræðufær ef sama málefni kemur upp síðar.“

Ef þú ert misskilinn

Stundum eru viðbrögð manna við einlægri viðleitni þinni til að taka þátt í samræðum neikvæð; það sem þú segir er rangt skilið. Taktu það ekki svo alvarlega að það komi þér til að skríða aftur inn í skel þína. „Ver þú eigi fljótur til að láta þér gremjast, því að gremja hvílir í brjósti heimskra manna,“ segir Prédikarinn 7:9.

Biblían segir frá hinum unga Davíð sem endur fyrir löngu var illilega misskilinn. Faðir hans sendi hann með gjöf til eldri bræðra sinna sem þjónuðu í her Ísraels. Davíð varð steini lostinn er hann kom í herbúðirnar og heyrði háðsglósur Filistarisans Golíats. „Hver er þessi óumskorni Filisti, er dirfist að smána herfylkingar lifanda Guðs?“ spurði hann hermennina. Einn af bræðrum Davíðs, Elíab, heyrði það og reiddist. Hann gerði sér alranga hugmynd um tilefnið með komu bróður síns og sagði: „Ég þekki ofdirfsku þína og vonsku hjarta þíns: Þú ert hingað kominn til þess að horfa á bardaganna.“ — 1. Samúelsbók 17:26-28.

Ef aðrir hafa einhvern tíma misskilið þig á svipaðan hátt skaltu ekki láta það á þig fá. Fljótlega kom í ljós hvert var hið góða tilefni Davíðs, og eins munt þú með tíð og tíma hljóta umbun fyrir einlæga viðleitni þína til að eiga góðan þátt í samræðum. Biblían fullvissar okkur um að ‚góðverkin verði augljós.‘ (1. Tímóteusarbréf 5:24, 25) Haltu því áfram að reyna.

Samúðarskilningur

En hvar og hvernig á að byrja? „Jákvæðustu samræðurnar byggjast á samúðarskilningi,“ segir Larry L. Barker í bók sinni Communication. „Samúðarskilningur felur í sér að lifa sig inn í tilfinningar annars manns, skilja hugsanir hans, finna kvöl hans, taka þátt í gleði hans.“ Jesús Kristur er afbragðsdæmi um hvernig á að sýna þann eiginleika. Einu sinni hóf hann samræður við tvo af lærisveinum sínum sem voru harmi slegnir vegna dauða hans. Hinn upprisni Jesús sagði ekki deili á sér en spurði: „Hvað er það, sem þið ræðið svo mjög á göngu ykkar?“ — Lúkas 24:17.

Lærisveinarnir létu í ljós undrun sína yfir því að þessi „aðkomumaður“ skyldi ekki hafa heyrt af hinum sorglegu viðburðum sem höfðu orðið í Jerúsalem. „Hvað þá?“ spurði Jesús aftur. Þetta varð kveikjan að líflegum samræðum, og eftir að þeim var lokið sagði annar lærisveinninn: „Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum?“ (Lúkas 24:13-32) Jesús átti margar ánægjulegar og uppbyggjandi samræður við aðra vegna þess að hann hlustaði og setti sig í spor fólks. — Jóhannes 4:7-26.

Að hefja samræður

Veittu því athygli að samræðurnar, sem getið er hér á undan, voru hafnar með einfaldri spurningu. Spurningar eru afbragðstæki til að koma af stað samræðum. Að sjálfsögðu er auðvelt að láta sér detta í hug spurningu um viðfangsefni sem þú hefur brennandi áhuga á, en óvíst er að hún leiði alltaf til líflegra samræðna. Mundu að Biblían hvetur okkur til að ‚líta ekki aðeins á eigin hag, heldur einnig annarra,‘ hafa áhuga á því sem þeir eru að gera. (Filippíbréfið 2:4) Þú þarft því að varpa fram spurningu sem viðmælandi þinn mun hafa ánægju af að svara. Til þess þarft þú að geta sett þig í spor hans. Þú getur þurft að brydda upp á málefni sem þú hefur engan áhuga á, en þér kann að verða umbunað með áköfum viðbrögðum og einhverjum verðmætum upplýsingum.

Rithöfundurinn Les Donaldson nefnir „tíu auðveldar leiðir til að hefja samræður.“ Sjö af tillögum hans eru byggðar á spurningum, svo sem þeim að spyrja um deili á einstaklingnum, biðja hann um ráð, um hjálp, um álit eða spyrja um staðbundnar siðvenjur eða veitingahús. En hver svo sem spurningin er ætti að bera hana fram í fullri einlægni. Þú ættir síðan að gefa því gaum hvernig þú hlustar. (Samanber Lúkas 8:18.) Ef þú leyfir huga þínum og augum að vera á reiki mun sá sem er að svara spurningu þinni sennilega efast um að þú hafir í raun áhuga á því sem hann er að segja.

Síðustu þrjár tillögur Donaldsons að því hvernig brydda megi upp á samræðum eru eftirfarandi: Athugasemdir um staðbundna viðburði; um eitthvað sem þér finnst lofsvert svo sem útsýnið, eða þá hrós. „Ef þú hefur augun opin fyrir einhverju til að hrósa fólki fyrir munt þú finna ósköpin öll,“ segir höfundur bókarinnar Conversational Magic. En hann bætir við þessum varnaðarorðum: „Fólk sér í gegnum hrós sem er ekki einlægt og ræðir trúlega ekki mjög lengi við þann sem ekki er einlægur.“

Óháð því hvaða leið þú velur til að brydda upp á samræðum skilar þrautseigja venjulega góðum árangri. Sharon, sem getið var í greinarbyrjun, er nú 22 ára og hefur gengið ágætlega að sigrast á feimni sinni. Síðan viðtalið var tekið við hana fyrir tveim árum er hún orðin boðberi fagnaðarerindisins í fullu starfi og ver yfir 1000 klukkustundum á ári í að heimsækja ókunnuga og brydda upp á samræðum við þá um Biblíuna. Lucas og Peter hafa nú unnið saman í mörg ár að framleiðslu biblíurita við útibú Biblíufélagsins Varðturninn í Suður-Afríku, og engum dettur nú í hug að þeir hafi einu sinni átt í erfiðleikum með að koma af stað samræðum.

Ef þér finnst af einhverjum orsökum erfitt að hefja eða halda uppi samræðum þá skaltu ekki gefast upp; gefðu þér tíma. Hlustaðu á aðra. Lestu og stundaðu nám til að vera vel heima í málum sem eru efst á baugi. Þroskaðu með þér samræðulistina sem mun auðga líf þitt og auka hamingju annarra.

[Mynd á blaðsíðu 25]

Gerðu yfirvegaðar tilraunir til að taka þátt í samræðum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila