Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g95 8.1. bls. 6-7
  • Sannkristnir menn og stríð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sannkristnir menn og stríð
  • Vaknið! – 1995
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Eru einhverjir sannkristnir nú á tímum?
  • Geta allir menn nokkurn tíma elskað hver annan?
    Vaknið! – 1999
  • Hvers vegna fara vottar Jehóva ekki í stríð?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
  • Stríð
    Vaknið! – 2017
  • Hvernig lítur Guð á stríð?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
Sjá meira
Vaknið! – 1995
g95 8.1. bls. 6-7

Sannkristnir menn og stríð

JESÚS sagði lærisveinum sínum: „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan.“ (Jóhannes 13:34) Geta sannkristnir menn sýnt slíkan kærleika hver til annars og samtímis farið í stríð og drepið hver annan?

Íhugaðu líka spurningu sem Páll postuli bar fram: „Er þá Kristi skipt í sundur?“ (1. Korintubréf 1:13) Spyrðu þig: ‚Er nokkur meiri sundrung til en sú sem kemur fylgismönnum sömu trúar til að drepa hver annan?‘

Það ætti ekki að koma okkur neitt á óvart að frumkristnir menn skuli ekki hafa farið í stríð. Hið víðkunna verk Hastings, Encyclopædia of Religion and Ethics, segir: „Það viðhorf var mjög útbreitt í frumkirkjunni að stríð væri skipulagt ranglæti sem kirkjan og fylgjendur Krists mættu ekki koma nálægt.“

Frumkristnir menn lifðu eftir fyrirskipun Jesú um að elska hver annan. Þýski guðfræðingurinn Peter Meinhold sagði: „Þótt Nýjatestamentið ræði ekki þá spurningu hvort kristnir menn megi eða megi ekki vera hermenn og hvort þeir verði að segja sig úr hernum þegar þeir gerist kristnir, þá tók frumkirkjan afstöðu í málinu. Það var alls ekki talið geta farið saman að vera kristinn og vera hermaður.“ Taka einhverjir sömu afstöðu nú á tímum og „frumkirkjan“?

Eru einhverjir sannkristnir nú á tímum?

Encyclopedia Canadiana segir: „Starf votta Jehóva er endurvakning og endurstofnun frumkristninnar sem Jesús og lærisveinar hans stunduðu á fyrstu og annarri öld okkar tímatals. . . . Allir eru bræður.“

Hvað þýðir þetta í reynd? „Vottar Jehóva eru algerlega hlutlausir á stríðstímum,“ segir Australian Encyclopædia. Þótt þeir kjósi að taka þessa afstöðu sem einstaklingar skipta þeir sér ekki af starfi þeirra stjórna þar sem þeir búa. Þannig studdu þeir ekki stríðsrekstur Hitlers þannig að enginn þeirra var ákærður sem stríðsglæpamaður í Nürnberg-réttarhöldunum.

Einn þeirra Þjóðverja, sem var fundinn sekur og tekinn af lífi, var Alfred Rosenberg, yfirmaður utanríkismáladeildar nasistaflokksins. Þegar Rosenberg varði þá stefnu nasista við réttarhöldin að setja votta Jehóva í fangabúðir sagði hann: „Bandarískur herprestur var svo vinsamlegur að stinga inn í klefann til mín kirkjublaði frá Columbus [í Ohio í Bandaríkjunum]. Mér skilst af blaðinu að Bandaríkjamenn hafi líka handtekið votta Jehóva í stríðinu og að fram til desember 1945 hafi enn verið 11.000 þeirra í fangabúðum.“ Vottar Jehóva hafa vissulega verið algerlega hlutlausir og ekki tekið afstöðu í pólitískum deilumálum. Þeir hafa ekki úthellt neinu blóði, hvorki í síðari heimsstyrjöldinni né nokkru öðru stríði.

Í Ungverjalandi sagði greinarhöfundur um votta Jehóva í tímaritinu Ring hinn 4. nóvember 1992: „Þeir kjósa frekar að deyja en drepa aðra. Þar af leiðandi er ég viss um að ef aðeins vottar Jehóva byggju á jörðinni myndu ekki brjótast út stríð nokkurs staðar.“ Reo M. Christenson, prófessor í stjórnmálafræði, fjallaði um það í The Christian Century hvort ósvikinn kristinn maður gæti tekið þátt í stríði og sagði svo:

„Getur nokkur í alvöru séð Jesú fyrir sér að henda handsprengju að óvinum sínum, skjóta af vélbyssu, beita eldvörpu, varpa kjarnorkusprengjum eða skjóta á loft langdrægum flugskeytum sem myndu drepa eða limlesta þúsundir mæðra og barna? Spurningin er svo fáránleg að hún er varla svaraverð. Ef Jesús gat ekki gert þetta og verið sannur eðli sínu, hvernig getum við þá gert þetta og honum trúir?“ Umhugsunarverð spurning.

En trúarbrögð heim halda áfram að taka afstöðu í styrjöldum. Kaþólskir halda áfram að drepa kaþólska og fylgismenn annarra trúarbragða drepa annaðhvort trúbræður sína eða fylgismenn annarra trúarbragða. Það þarf sterka sannfæringu og hugrekki til að fylgja kenningum Jesú Krists eins og eftirfarandi saga, sem er sönn, sýnir.

[Mynd á blaðsíðu 7]

Getur nokkur í alvöru ímyndað sér Jesú nota vélbyssu í stríði?

[Rétthafi]

Ljósmynd: Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila