Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g95 8.7. bls. 29
  • Risastórborgirnar eru smám saman að kafna

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Risastórborgirnar eru smám saman að kafna
  • Vaknið! – 1995
  • Svipað efni
  • Loftið
    Vaknið! – 2023
  • Andrúmsloft þessa heims er banvænt!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
Vaknið! – 1995
g95 8.7. bls. 29

Risastórborgirnar eru smám saman að kafna

RISASTÓRBORGIR heims halda áfram að vaxa og draga til sín fólk í milljónatali í leit að atvinnu, húsnæði og þægindum borgarlífsins. En það er dýru verði keypt því að það er jafnvel orðið heilsuspillandi að draga andann í þessum risaborgum.

Í nýlegri skýrslu frá Umhverfismálastofnun Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni kemur fram að loftmengum í 20 stærstu borgum heims hefur aukist verulega. „Í sumum tilvikum,“ segir tímaritið Our Planet sem Umhverfismálastofnunin gefur út í Kenía, „er loftmengunin jafnslæm og hún var í hinni alræmdu Lundúnaþoku fyrir 40 árum.“ Íbúar Mexíkóborgar verða verst úti, en hlutskipti milljóna manna í borgum svo sem Bangkok, Pekíng, Kaíró og São Paulo er ekki mikið betra.

Hve hættuleg er loftmengunin í slíkum borgum? Mikið magn helstu mengunarefnanna, svo sem brennisteinsdíoxíðs, koldíoxíðs og blýs, er hættulegt á marga vegu. Áhrif þeirra á líkamann eru margþætt: öndunar- og hjartakvillar, taugasköddun og jafnvel merg-, lifur- og nýrnakvillar.

Hvað veldur menguninni? Helsta einstaka orsökin í þessum borgum eru vélknúin ökutæki, að sögn Our Planet. Búist er við að vélknúnum ökutækjum í heiminum — sem eru 630 milljónir talsins um þessar mundir — „eigi eftir að fjölga um helming á næstu 20 til 30 árum, aðallega í borgum,“ þannig að útlitið er ekki gott með borgarloftið. Til að gera illt verra hefur lítið verið gert til að sporna gegn vandanum því að, eins og skýrslan bendir á, „gera menn sér litla grein fyrir alvöru málsins“ í flestum risastórborgunum. Það kemur því ekki á óvart að Our Planet skuli hveta til þess að slíkar borgir leggi mikla áherslu á ráðstafanir til að draga úr loftmengun. Verði það ekki gert er framtíðin ekki glæsileg. Tímaritið metur það svo að „þessar borgir eigi eftir að kafna smám saman eftir því sem loftmengunin vex.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila