Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g95 8.7. bls. 11
  • Munu þeir prédika hús úr húsi?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Munu þeir prédika hús úr húsi?
  • Vaknið! – 1995
  • Svipað efni
  • Kaþólska kirkjan í Afríku
    Vaknið! – 1995
Vaknið! – 1995
g95 8.7. bls. 11

Munu þeir prédika hús úr húsi?

„PÁFI sendir prédikara út á götur Rómar.“ Þannig hljóðaði fyrirsögn fréttar frá Greg Burke. Hann skrifaði: „Jóhannes Páll páfi annar hefur hvatt kaþólska menn á Ítalíu til að byrja að prédika hús úr húsi að fordæmi sértrúarflokka svo sem votta Jehóva sem hafa snúið mörgum til sinnar trúar hér á landi.

‚Við eigum ekki að fyrirverða okkur fyrir fagnaðarerindið heldur prédika það af húsþökunum,‘ sagði páfi á mánudag að viðstöddum 350 farandprédikurum og trúarkennurum. . . .

‚Ég vona að það verkefni ykkar að boða fagnaðarerindið á götum úti . . . beri ríkulegan ávöxt,‘ sagði hann þeim. ‚Þið hafið uppgötvað á ný þá prédikunaraðferð sem nær jafnvel til þeirra sem hafa fjarlægst trúna.‘“

Blaðamaðurinn Burke heldur áfram: „Aðsóknartölur kaþólsku kirkjunnar hafa hríðlækkað á Ítalíu síðastliðna tvo áratugi og áhugi páfa á prédikun hús úr húsi virðist að minnsta kosti að hluta til vera svar við dvínandi áhrifum hennar.“

Slík hvatning til að „byrja að prédika hús úr húsi“ er ekki alveg ný af nálinni. Annar páfi, Páll páfi sjötti, sagði að kaþólska kirkjan „væri til í þeim tilgangi að boða fagnaðarerindið.“ Og núverandi páfi, Jóhannes Páll annar, gaf út umburðarbréf sitt Redemptoris Missio árið 1991 til að vekja athygli kirkju sinnar á nauðsyn þess að framfylgja boði Jesú um að prédika opinberlega.

Rómversk-kaþólski rithöfundurinn Peter Hernon varpaði fram spurningunni: „Hvað varð um boðun fagnaðarerindisins?“ í Lundúnablaðinu Catholic Herald. Hann hafði áhyggjur af hinum margumtalaða „kristniboðsáratug“ sem er nú langt liðið á. Þegar hann spurði biskup um ástæðuna fyrir litlum árangri svaraði biskupinn: „Þú mátt ekki vera óþolinmóður. Kirkjan hefur bara verið til í 2000 ár.“

Það er engin furða að Hernon skyldi spyrja: „Af hverju liggur ekki lengur á eins og var þegar Jesús sendi lærisveinana út til þorpanna í kring til að boða fagnaðarerindið? Eða eins og heilagur Páll sagði: ‚Vei mér, ef ég boðaði ekki fagnaðarerindið.‘ (1. Kor. 9:16)“ Ætla kaþólskir menn að líkja eftir frumkristnum mönnum sem prédikuðu opinberlega og „í heimahúsum“? — Postulasagan 5:42; 20:20.

Hernon viðurkennir að þegar minnst sé á boðun fagnaðarerindisins hús úr húsi geti hann „heyrt efasemdamenn muldra að það sé fræðilegur möguleiki en ekki raunhæfur. En það er alls ekki rétt,“ segir Hernon. „Til að réttlæta þessa fullyrðingu verð ég að grípa til hálfgerðs bannorðs. Ég veit að það er bannorð af því að síðast þegar ég notaði það í kaþólskri grein var heill kafli strikaður út (þótt engu öðru væri breytt). Orðið er vottar Jehóva. . . . Hverjum einasta votti er einnig kennt að köllun hans feli í sér að hann verði að vera trúboði.“

Enda þótt Hernon sé ekki sammála trúarskoðunum votta Jehóva viðurkennir hann að þegar litið sé á prédikunaraðferðir þeirra sé „ekki erfitt að minnast frumkirkjunnar eins og henni er lýst í Postulasögunni.“

Vottar Jehóva halda áfram kostgæfri prédikun sinni hús úr húsi og framfylgja þannig nú á tímum fyrirmælum Jesú Krists: „Þér munuð verða vottar mínir . . . allt til endimarka jarðarinnar.“ — Postulasagan 1:8.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila