Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g99 8.1. bls. 16-17
  • Að hlusta með augunum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að hlusta með augunum
  • Vaknið! – 1999
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Tungumál sameinar
  • Metum mikils heyrnarlaus trúsystkini okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Tungumál sem þú sérð
    Vaknið! – 1999
  • Jehóva hefur ‚látið ásjónu sína lýsa yfir þá‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Reyndu að finna heyrnarlausa á starfssvæði safnaðarins
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
Sjá meira
Vaknið! – 1999
g99 8.1. bls. 16-17

Að hlusta með augunum

HVER er lykillinn að góðum tjáskiptum við heyrnarlausa? Gott og viðeigandi augnasamband er alger nauðsyn þegar heyrnarlausir tala. Ef tvær manneskjur ræða saman á táknmáli er það meira að segja talinn dónaskapur að líta undan og slíta augnasambandinu. Og hvernig nærðu athygli hins heyrnarlausa? Í stað þess að ávarpa hann með nafni er heppilegra að klappa létt á öxl hans eða handlegg, veifa honum ef maður er innan sjónsviðs hans eða benda einhverjum öðrum að ná athygli hans ef hann er langt í burtu. Ef aðstæður leyfa gætirðu stappað í gólfið eða blikkað ljósum. Þessar aðferðir og ýmsar aðrar eru viðeigandi leiðir til að ná athygli heyrnarlausra og eru hluti af menningu þeirra.

Tungumál sameinar

Sumir halda ranglega að varalestur sé einföld aðferð til að eiga tjáskipti við heyrnarlausa. Margir heyrnarlausir hafa hins vegar takmarkað gagn af þessari tjáskiptaaðferð. Undantekningar eru auðvitað til því að sumir ná mikilli leikni í varalestri, en yfirleitt ber það vott um tillitssemi að gera ekki ráð fyrir að heyrnarlausir geti lesið af vörum þér. Með aðstoð túlks eða með því að skrifa á blað það sem þú vilt segja geturðu kannski átt einhver innihaldsrík tjáskipti við heyrnarlausa.

En ef þú átt regluleg samskipti við heyrnarlausa væri það tillitssamt af þér að læra eitthvað í táknmáli. Það getur skapað góð tengsl milli ykkar, ekki síst ef þið eruð sömu trúar. Það er ekki ósvipað og að læra undirstöðuatriði annars tungumáls í landi þar sem töluð eru tvö tungumál. Vottar Jehóva hafa lengi haft áhuga á að gera upplýsingar um Jehóva Guð aðgengilegar fyrir alla. Heyrnarlausir geta ekki lært að heyra þannig að það er miklu betra að við lögum okkur að þörfum þeirra með því að tala táknmál. — 1. Korintubréf 9:20-22.

Antonino segist „ekki hafa átt raunverulegar og uppbyggjandi samræður við heyrandi trúbræður“ þegar hann byrjaði að sækja kristnar samkomur á Ítalíu. „Við skildum ekki hver annan og mér fannst ég vera mjög einangraður.“ Margir safnaðarmenn fóru þá að læra ítalskt táknmál. Áhugasamt fólk meðal heyrnarlausra fór að kynna sér Biblíuna og farið var að halda samkomur á táknmáli. Það var mjög uppörvandi fyrir Antonino sem segist langa til að tala við alla heyrnarlausa vini sína um samkomurnar, hlýjuna og kærleikann sem ríkir meðal votta Jehóva.

Um heim allan eru vottar Jehóva að stofna táknmálstalandi söfnuði þar sem heyrnarlausir geta átt ánægjulegan og kærleiksríkan félagsskap hver við annan. Á Spáni hafa starfað táknmálshópar fyrir heyrnarlausa í rösklega 20 ár. Í Bandaríkjunum eru sem stendur 19 táknmálstalandi söfnuðir og 47 smærri hópar fyrir heyrnarlausa.

Heyrnarlausir geta boðað trúna í fullu starfi. Þeir geta starfað sem safnaðarþjónar og safnaðaröldungar, flutt ræður á mótum, kennt í brautryðjendaskólum og farið með forystu á marga vegu. Á þessu sviði eru engar takmarkanir heldur endalaus tækifæri til að lofa Jehóva eftir bestu getu.

Eðlislæg þörf okkar fyrir félagsskap og tjáskipti birtist í hinum mörgu mála- og menningarsamfélögum um heim allan. Í stað þess að líta á heyrnarlausa sem vanhæfa eða undirmálsmenn ættum við að líta til þeirra hæfileika, afreka og eiginleika sem gera okkur öll að manneskjum. Með því að virða aðra og vera viljug til að laga okkur að þörfum þeirra stuðlum við að einingu allra manna.

[Mynd á blaðsíðu 16]

Hafðu augnasamband þegar þú talar táknmál.

[Mynd á blaðsíðu 16]

Heyrnarlausir njóta þess að boða Guðsríki í fullu starfi.

[Mynd á blaðsíðu 17]

Ríkissöngvar sungnir á spænsku táknmáli.

[Mynd á blaðsíðu 17]

Ræða flutt á móti á kóresku táknmáli.

[Myndir á blaðsíðu 17]

Biblíutengd rit hafa verið gefin út á táknmáli á myndböndum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila