Milljónir koma — En þú?
RÖSKLEGA átta milljónir manna um heim allan sækja umdæmis- og landsmót votta Jehóva á hverju ári. Við hvetjum þig til að vera viðstaddur í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi þegar landsmótið „Spádómsorð Guðs“ hefst með tónlist föstudaginn 6. ágúst næstkomandi kl. 9:30.
Aðalræða mótsins verður flutt fyrir hádegi á föstudag en hún nefnist: „Gefðu gaum að spádómsorði Guðs.“ Eftir hádegi verður flutt ræðusyrpa sem nefnist „Hafðu yndi af því að lesa orð Guðs“ þar sem gefnar verða raunhæfar tillögur um gagnlegan og ánægjulegan biblíulestur.
Á laugardagsmorgun verður flutt skírnarræða og þeir sem hæfir eru til geta látið skírast. Eftir hádegi verður greint frá frábærum viðtökum fólks við sannleika Biblíunnar í nokkrum löndum Rómönsku Ameríku, Afríku og Austur-Evrópu, svo og í Kasakstan. Þessi dagskrárliður nefnist: „‚Gersemar‘ fylla hús Jehóva.“ Dagskránni lýkur þann daginn með ræðunum: „Hin spádómlega Ritning gerir okkur vökul“ og: „Spádómsorðið á tíma endalokanna.“ Síðari ræðan fjallar um Daníelsbók og bendir á hvers vegna ástæða sé til að gefa spádómi hennar gaum.
Á sunnudagsmorgun er á dagskrá þrískipt ræðusyrpa um spádóm Habakkuks. Bent verður á þá miklu hvatningu sem kristnir menn geta sótt í þessa stuttu biblíubók. Síðan verður frásögn Biblíunnar af Jakob og Esaú sett á svið og morgundagskránni lýkur með hvetjandi ræðu sem nefnist: „Hvað þýðir hin dýrmæta andlega arfleifð fyrir þig?“ Opinberi fyrirlesturinn síðdegis nefnist: „Að gera alla hluti nýja — eins og spáð var.“
Gerðu ráðstafanir nú þegar til að vera viðstaddur allt mótið sem haldið verður í
Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi dagana 6.-8. ágúst 1999.