Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • brg040422 bls. 3
  • Von – skiptir hún máli?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Von – skiptir hún máli?
  • Vaknið!: Hvar er hægt að finna sanna von?
  • Svipað efni
  • Hvar er hægt að finna sanna von?
    Vaknið!: Hvar er hægt að finna sanna von?
  • Framtíðarvon okkar bregst ekki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Höldum von okkar sterkri
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Vonum á Jehóva og verum hugrökk
    Námsgreinar úr Varðturninum
Sjá meira
Vaknið!: Hvar er hægt að finna sanna von?
brg040422 bls. 3

Von – skiptir hún máli?

DANÍEL var aðeins tíu ára en hafði barist við krabbamein í heilt ár. Læknarnir og nánir vinir hans höfðu gefið upp vonina en ekki Daníel. Hann trúði því að hann myndi vaxa úr grasi, verða vísindamaður og vinna að því að finna lækningu við krabbameini. Hann var vongóður, ekki síst vegna þess að hann átti von á heimsókn læknis með þá sérgrein að meðhöndla krabbameinið sem hann var með. Daginn sem sérfræðingurinn átti að koma var slæmt veður og hann neyddist til að afboða komu sína. Daníel missti vonina og varð í fyrsta skipti sinnulaus. Hann dó fáeinum dögum seinna.

Frásagan af Daníel var sögð af heilbrigðisstarfsmanni sem rannsakaði áhrif vonar og vonleysis á heilsuna. Þú hefur ef til vill heyrt svipaðar frásögur. Eldri manneskja sem á stutt eftir ólifað er kannski full tilhlökkunar vegna þess að hún á von á ástvini í heimsókn eða að það styttist í mikilvæg tímamót. Stuttu eftir heimsóknina eða tímamótin deyr manneskjan. Hvað veldur því? Getur verið að von skipti jafn miklu máli og sumir trúa?

Sífellt fleiri vísindamenn á sviði læknavísinda setja fram þann möguleika að bjartsýni, von og aðrar jákvæðar tilfinningar hafi mikil áhrif á líf og heilsu. En það eru ekki allir sammála um þetta. Sumir rannsóknarmenn hafna slíkum fullyrðingum og álíta þær óvísindaleg fræði. Þeir vilja meina að líkamlegir kvillar eigi sér bara líkamlegar orsakir.

Slíkar efasemdir eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir þúsundum ára var gríski heimspekingurinn Aristóteles beðinn um að skilgreina von. Hann svaraði: „Hún er vökudraumur.“ Og bandaríski stjórnmálamaðurinn Benjamin Franklin sagði beisklega: „Sá sem reiðir sig á vonina grípur í tómt.“

Hver er þá sannleikurinn um von? Er hún bara óskhyggja og leið til að sækja huggun í óraunhæfa drauma? Eða er góð ástæða til að líta á von sem mikilvæga til að hafa góða heilsu og vera hamingjusamur?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila