Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 11.13 bls. 3
  • Úr ýmsum áttum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Úr ýmsum áttum
  • Vaknið! – 2013
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Ítalía
  • Armenía
  • Japan
  • Kína
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2012
  • Hvað þarf ég að vita um samskiptasíður á Netinu? — 1. hluti
    Vaknið! – 2011
  • Samskiptasíður — fjórar spurningar sem þú ættir að spyrja um samskiptasíður
    Vaknið! – 2012
  • Alþjóðadómstóll í Evrópu — Hvers vegna?
    Vaknið! – 1996
Sjá meira
Vaknið! – 2013
g 11.13 bls. 3

Úr ýmsum áttum

Ítalía

Árið 2011 seldust fleiri reiðhjól en bílar á Ítalíu. Á meðal hugsanlegra skýringa á þessu eru efnahagskreppan, eldsneytisverð og viðhaldskostnaður bíla. Reiðhjól eru hlutfallslega ódýr í rekstri, auðveld í notkun og meðfærileg.

Armenía

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Armenía hafi brotið gegn réttindum 17 ungra votta Jehóva, en þeir voru fangelsaðir eftir að hafa neitað að gegna borgaralegri þjónustu undir umsjón hersins. Ríkinu var gert að greiða bætur og sakarkostnað mannanna 17.

Japan

Af þeim börnum, sem urðu fórnarlömb glæpa tengdum samskiptasíðum, höfðu 63 prósent ekki fengið viðvaranir frá foreldrum sínum um að slíkar síður gætu verið hættulegar. Þegar 599 slík mál voru rannsökuð játuðu 74 prósent meintra gerenda að þeir hefðu farið á vefsíðurnar í þeim tilgangi að eiga kynferðislegt samband við börn.

Kína

Stórborgir í Kína reyna nú að draga úr umferðarteppum með því að takmarka nýskráningar ökutækja. Til dæmis skráir Peking ekki nema 240.000 ökutæki á ári. Í ágúst 2012 tóku 1.050.000 manns þátt í happdrætti þar sem úthlutað var 19.926 skráningarskírteinum. Það þýðir að aðeins 1 af hverjum 53 umsækjendum fékk skráningu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila