Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 11.13 bls. 4-5
  • Þegar vinátta við hitt kynið verður of náin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þegar vinátta við hitt kynið verður of náin
  • Vaknið! – 2013
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • VANDINN
  • Að forðast skilnað á efri árum
    Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Er hægt að sættast?
    Vaknið! – 1999
  • „Hjúskapurinn sé í heiðri hafður“
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
  • Að mætast á miðri leið
    Vaknið! – 2015
Sjá meira
Vaknið! – 2013
g 11.13 bls. 4-5

GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUNNI | HJÓNABANDIÐ

Þegar vinátta við hitt kynið verður of náin

VANDINN

Þú átt vin af hinu kyninu sem skilur þig. Þið getið talað um hvað sem er og það gerið þið. Þú telur þér trú um að þið séuð bara vinir. En maki þinn gæti verið á öðru máli ef hann vissi hvað þið eruð vön að tala lengi saman.

Þið eruð sennilega nú þegar of nánir vinir. Þú þarft að horfast í augu við það og gera eitthvað í málinu. En fyrst þarftu að átta þig á því hvers vegna þú hefur verið opinn fyrir slíku sambandi.

ÁSTÆÐAN

Þörf fyrir viðurkenningu. Það er einfaldlega þannig að flestum þykir gott að fá athygli frá hinu kyninu. Það kitlar hégómagirndina að vita að einhver kann að meta okkur og okkur finnst við aðlaðandi. Eftir dágóðan tíma í hjónabandi gæti þér fundist gott að fá viðurkenningu frá vini af hinu kyninu. En þú mátt vera viss um að það kostar sitt að leita út fyrir hjónabandið til að fá slíkum þörfum fullnægt. Þegar þú tengist öðrum en maka þínum tilfinningaböndum veikist samband ykkar hjónanna. Að vissu leyti ertu að svíkja maka þinn um þá ástúð sem þú ættir að sýna honum.

• Spyrðu þig: Hvaða þarfir hef ég sem þessi vinátta uppfyllir en væri betur sinnt innan hjónabandsins?

Athyglisþörf. Í Biblíunni kemur fram að hjónabandi fylgja alltaf einhverjir erfiðleikar. (1. Korintubréf 7:28) Stundum gæti þér til dæmis fundist að maki þinn vanræki þig eða meti þig ekki að verðleikum. Kannski hefurðu alið með þér gremju út af óleystum ágreiningi og maki þinn reynir að forðast að ræða slík mál. Það ergir þig og þú ert veikur fyrir athygli frá öðrum. Að sögn sumra sérfræðinga er það ávísun á óhamingju í hjónabandi að sópa vandamálunum undir teppið og getur jafnvel leitt til skilnaðar.

• Spyrðu þig: Er eitthvað sem vantar upp á samband okkar hjóna sem gerir mig veikari fyrir athygli frá hinu kyninu?

HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Þekktu hætturnar. Biblían segir: „Getur nokkur borið glóð í klæðafaldi án þess að föt hans sviðni?“ (Orðskviðirnir 6:27) Það er skaðlegt að leyfa sterkum tilfinningum til annars en maka síns að þróast. (Jakobsbréfið 1:14, 15) Málið snýst ekki bara um hvað getur gerst heldur hvað hefur þegar gerst. Ef þú sýnir öðrum óviðeigandi athygli ertu í rauninni að neita maka þínum um athyglina sem hann ætti að fá frá þér.

Ekki blekkja þig. Náin vinátta fær þig kannski til að velta fyrir þér hvernig lífið hefði orðið ef þið hefðuð gifst. En að öllum líkindum ertu að bera saman styrkleika vinar þíns eða vinkonu og veikleika maka þíns. Það er ósanngjarn samanburður, svo ekki sé meira sagt. Og gleymdu ekki að tilfinningin, sem vinur þinn eða vinkona kveikir hjá þér, er sennilega sú sama og þú barst í fyrstu til maka þíns. – Meginregla: Jeremía 17:9.

Settu mörk. Fólk setur upp þjófavarnarkerfi á heimilum sínu og í ökutækjum. Þú getur gert eitthvað svipað fyrir hjónaband þitt. „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru,“ segir Biblían. (Orðskviðirnir 4:23) Hvernig fer maður að því? Prófaðu þetta:

  • Sýndu að þú sért frátekinn. Það geturðu meðal annars gert með því að hafa mynd af maka þínum á vinnustaðnum. – Meginregla: 1. Mósebók 2:24.

  • Ákveddu hvar mörkin liggja í samskiptum þínum við hitt kynið. Til dæmis væri varla viðeigandi að ræða um vandamál ykkar hjóna eða fara út að borða með vinnufélaga af hinu kyninu.

  • Ef þú ert of náinn einhverjum af hinu kyninu skaltu slíta sambandinu. Ef þér finnst það of mikið mál ættirðu að spyrja þig hvers vegna. Í stað þess að verja vináttusambandið skaltu standa vörð um hjónaband þitt og hugsa um maka þinn. – Meginregla: Orðskviðirnir 5:18, 19.

LYKILVERS

  • „Svikult er hjartað framar öllu öðru og forhert.“ – Jeremía 17:9.

  • „Maður ... býr með eiginkonu sinni, og þau verða eitt.“ – 1. Mósebók 2:24.

  • „Gleddu þig yfir eiginkonu æsku þinnar ... ást hennar fjötri þig ævinlega.“ – Orðskviðirnir 5:18, 19.

ERUÐ ÞIÐ BARA VINIR?

SPYRÐU ÞIG:

  • Tala ég um vandamál okkar hjóna við þessa manneskju?

  • Leita ég færis á að verja tíma með henni?

  • Reyni ég að fela sambandið fyrir maka mínum?

  • Myndi ég fara hjá mér ef hann heyrði eða sæi til mín?

  • Hvernig myndi maka mínum líða ef hann heyrði samtal okkar? Yrði hann tortrygginn eða sár?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila