Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 5.15 bls. 3-5
  • Hvað varð eiginlega um agann?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað varð eiginlega um agann?
  • Vaknið! – 2015
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Foreldravaldið veikist
  • Síbreytilegar skoðanir
  • Foreldrar — alið börnin ykkar upp með ástúð
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Agi sem virkar
    Vaknið! – 2015
  • Að kenna börnum hugulsemi í eigingjörnum heimi
    Vaknið! – 2013
  • Foreldrar, hjálpið börnunum ykkar að elska Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
Sjá meira
Vaknið! – 2015
g 5.15 bls. 3-5
1. Fjögurra ára strákur heldur á leikfangi; 2. Fimm ára stelpa stendur með krosslagða handleggi; 3. Tólf ára strákur stendur með aðra hendina á mjöðminni.

FORSÍÐUEFNI

Hvað varð eiginlega um agann?

Fjölskyldulífið hefur breyst gríðarlega á Vesturlöndum síðustu áratugina. Áður fóru foreldrarnir með völdin og börnin lutu stjórn þeirra. Nú virðast hlutverkin hins vegar hafa snúist við á sumum heimilum. Líttu á eftirfarandi dæmi sem eru öll byggð á algengum aðstæðum daglegs lífs.

  • Fjögurra ára drengur er úti í búð með mömmu sinni. Hann teygir sig í leikfang. Mamma hans reynir að rökræða við hann og segir: „En þú átt alveg nóg af dóti, er það ekki?“ Um leið og hún sleppir orðinu áttar hún sig á að hún hefði ekki átt að enda á spurningu. „En mig langar í þetta!“ volar hann. Hún gefur eftir því að hún óttast frekjukast, bragð sem hann grípur oft til.

  • Fimm ára stúlka grípur fram í þegar pabbi hennar er að tala við annan mann. „Mér leiðist,“ segir hún. „Ég vil fara heim!“ Pabbi hennar stoppar í miðri setningu, beygir sig niður og segir blíðlega: „Bara smástund í viðbót, elskan. Er það ekki í lagi?“

  • Eina ferðina enn hefur Jakob, sem er 12 ára, verið sakaður um að hafa öskrað á kennarann sinn. Pabbi hans er reiður, en ekki við son sinn heldur út í kennarann. „Hún leggur þig í einelti,“ segir hann við Jakob. „Ég þarf að tala við skólastjórann út af henni.“

Þetta eru tilbúin dæmi en ekki svo óraunhæf. Þau lýsa vanda sem er mjög raunverulegur á heimilum þar sem foreldrar þola börnum sínum dónaskap, láta eftir þeim það sem þau heimta og „bjarga“ þeim frá afleiðingum slæmrar hegðunar. „Það er orðið stöðugt algengara að foreldrar gefi ungum börnum völdin,“ segir í bókinni The Narcissism Epidemic. „Það er ekki svo langt síðan börn vissu hver réði – og það voru ekki þau.“

Auðvitað gera margir foreldrar sitt besta til að kenna börnum sínum góð gildi, bæði með því að sýna þeim gott fordæmi og aga þau af kærleika og festu þegar þess gerist þörf. En þeir sem skilja gildi þess að aga börnin sín þannig „synda á móti straumnum í samfélaginu“, eins og það er orðað í bókinni sem vitnað var í hér á undan.

Af hverju er ástandið orðið svona? Hvað varð eiginlega um agann?

Foreldravaldið veikist

Sumir segja að foreldravaldið hafi byrjað að veikjast á sjöunda áratug síðustu aldar þegar sérfræðingar þess tíma hvöttu foreldra til að vera ekki eins strangir við börnin sín. Þeir sögðu: „Verið vinir þeirra, ekki yfirvald“ og „hrós er betra en agi“. „Reynið að benda á það góða, sem börnin ykkar gera, frekar en að leiðrétta þau þegar þau eru óþekk.“ Í staðinn fyrir að finna jafnvægi á milli þess að hrósa og leiðrétta virtust sérfræðingar gefa í skyn að það myndi skaða viðkvæmt tilfinningalíf barnanna að setja ofan í við þau og að þau yrðu gröm út í foreldrana síðar á ævinni.

Áður en langt um leið voru sérfræðingar farnir að lofa hástöfum mikilvægi þess að hafa gott sjálfsálit. Það var eins og að loksins væri búið að finna leyndardóminn að baki góðu uppeldi. Hann var einfaldlega þessi: Gefið börnunum gott sjálfsálit. Að sjálfsögðu er mikilvægt að byggja upp sjálfstraust hjá börnunum. En upp spratt nokkurs konar sjálfsálitshreyfing sem fór út í öfgar. Sérfræðingar sögðu foreldrum: „Forðist að nota orð eins og nei og óþekkur. Segið börnunum ykkar stöðugt að þau séu einstök og að þau geti orðið hvað sem þau vilja.“ Það var rétt eins og að líða vel væri mikilvægara en að hegða sér vel.

Foreldrar hlaða hrósi á son sinn sem situr í hásæti.

Sjálfsálitshreyfingin hefur skilað litlu öðru en að börnum finnist þau eiga rétt á öllu mögulegu.

Nú segja sumir að þessi sjálfsálitshreyfing hafi skilað litlu öðru en að börnum finnist þau eiga rétt á öllu mögulegu, rétt eins og veröldin stæði í skuld við þau. Mörg ungmenni eru því „illa búin undir gagnrýni og mistök sem fylgja lífinu óneitanlega“, segir í bókinni Generation Me. Haft er eftir einum föður í bókinni: „Það er engin sjálfálitshreyfing á vinnumarkaðinum ... Ef þú skilar af þér illa unninni skýrslu á skrifstofunni á yfirmaðurinn ekki eftir að segja: ,Flottur litur á pappírnum!‘ Það gerir krökkum óleik að gefa þeim slíkt veganesti fyrir lífið.“

Síbreytilegar skoðanir

Í gegnum tíðina hafa ríkjandi uppeldisaðferðir endurspeglað síbreytilegar skoðanir mannanna. „Agi tekur stöðugum breytingum,“ skrifar kennslufræðingurinn Ronald G. Morrish. „Hann endurspeglar breytingar í þjóðfélaginu.“a Það er auðvelt fyrir foreldra að „hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi“ eins og segir í Biblíunni. – Efesusbréfið 4:14.

Slakur agi, eins og er algengur í barnauppeldi núna, hefur greinilega sínar neikvæðu hliðar. Hann hefur ekki aðeins veikt foreldravaldið heldur líka rænt börn þeirri leiðsögn sem þau þurfa til að geta tekið góðar ákvarðanir og haft raunverulegt sjálfstraust þegar þau ganga út í lífið.

Er til betri leið?

a Úr bókinni Secrets of Discipline: 12 Keys for Raising Responsible Children. Leturbreyting er okkar.

Gefurðu börnunum röng skilaboð?

Sjáðu fyrir þér eftirfarandi aðstæður.

  • Eftir skóla og um helgar keyrirðu son þinn og dóttur úr einni æfingunni í aðra: fótbolta, píanótíma, skautaæfingu – hvað sem er til að þau hafi nóg fyrir stafni. „Ég er dauðuppgefin,“ hugsarðu með þér, „en börnin mín vita að ég lifi fyrir þau og að ég myndi gera allt fyrir þau. Er það ekki einmitt það sem góðar mömmur gera?“

    Veltu fyrir þér: Hvaða skilaboð eru börnin þín að fá ef mamma þeirra keyrir sig algerlega út bara til að þau hafi nóg fyrir stafni? Gætu börnin þín með tímanum farið að trúa því að foreldrar – og aðrir fullorðnir – hafi þann eina tilgang að þjóna börnunum?

    Betri leið: Láttu börnin sjá að þú hafir líka þarfir. Það kennir þeim að taka tillit til annarra, þar á meðal þín.

  • Pabbi þinn var strangur og gagnrýninn svo að þú ert ákveðinn í að fara þveröfugt að við þín börn. Þú hrósar sonum þínum tveimur við hvert tækifæri – jafnvel þegar þeir hafa ekki gert neitt hrósvert. „Það er svo mikilvægt að þeir séu ánægðir með sjálfa sig,“ hugsarðu með þér. „Ef þeim finnst þeir frábærir hafa þeir það sjálfstraust sem þeir þurfa til að komast áfram í lífinu.“

    Veltu fyrir þér: Hvaða skilaboð fá synir þínir með „innantómu hrósi“ – hrósi sem er hrúgað á þá eingöngu til að þeir verði ánægðir með sig? Hvernig getur ofuráhersla á að efla sjálfstraust þeirra skaðað syni þína núna og síðar í lífinu?

    Betri leið: Sýndu skynsemi. Gagnrýndu börnin þín ekki of harkalega og hrósaðu þeim jafnframt fyrir það sem þau leggja á sig.

  • Þú ert tveggja barna móðir. Dætur þínar eru fimm og sex ára. Sú eldri er fljót að rjúka upp. Í gær tók hún reiðikast og lamdi litlu systur sína í handlegginn. Þú rifjar upp hvernig þú tókst á málinu. „Ég ákvað að rökræða við hana frekar en að skamma hana,“ hugsarðu. „Myndi það ekki skaða dóttur mína ef ég segði henni að hún hefði verið óþekk?“

    Veltu fyrir þér: Er nóg að rökræða við sex ára barn? Er í rauninni skaðlegt að nota orðið „óþekkur“ um það að lemja systkini sitt?

    Betri leið: Beittu viðeigandi refsingu fyrir slæma hegðun. Þegar aga er beitt á kærleiksríkan hátt hjálpar hann barninu þínu að bæta hegðun sína.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila