Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g17 Nr. 2 bls. 7
  • Lendingaraðferð býflugunnar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Lendingaraðferð býflugunnar
  • Vaknið! – 2017
  • Svipað efni
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2017
  • Nauðlending!
    Vaknið! – 2004
  • Eru þau „gáfuð“?
    Vaknið! – 1987
  • Hali agama-eðlunnar
    Vaknið! – 2013
Vaknið! – 2017
g17 Nr. 2 bls. 7
Býfluga að lenda á blómi.

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Lendingaraðferð býflugunnar

BÝFLUGUR geta lent vandræðalaust sama hvernig lendingarstaðurinn snýr. Hvernig fara þær að því?

Hugleiddu þetta: Til að lenda örugglega þarf flugan nánast að stoppa í loftinu áður en hún snertir lendingarstaðinn. Til þess þyrfti hún að reikna út flughraðann og fjarlægðina að lendingarstaðnum og hægja síðan á fluginu í samræmi við það. Sú aðferð er hins vegar erfið fyrir flest skordýr því að augu þeirra hafa fastan fókus og stutt er á milli þeirra. Þar af leiðandi geta þau ekki beinlínis reiknað út fjarlægð.

Sjón býflugunnar er mjög ólík tveggja augna sjón manna. Býflugan virðist nýta sér þá einföldu staðreynd að hlutir virðast stækka því meir sem þeir nálgast. Því meir sem hún nálgast hlutinn því hraðar virðist hann stækka. Rannsóknir á vegum Þjóðarháskólans í Ástralíu hafa leitt í ljós að býflugan hægir á fluginu þannig að hluturinn stækki á jöfnum hraða í hennar augum. Þegar býflugan nær áfangastaðnum er flughraðinn orðinn nánast enginn þannig að hún lendir vandræðalaust.

Í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences segir: „Þessi lendingaraðferð er svo víðtæk og einföld ... að tilvalið er að nýta hana í sjálfstýringu fyrir flygildi.“

Hvað heldur þú? Varð lendingaraðferð býflugunnar til við þróun? Eða býr hönnun að baki?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila