Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g19 Nr. 2 bls. 12-13
  • Leiðsögn frá fullorðnum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Leiðsögn frá fullorðnum
  • Vaknið! – 2019
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • HVERJIR EIGA AÐ LEIÐBEINA BÖRNUNUM?
  • HVERS VEGNA ER LEIÐSÖGN FRÁ FULLORÐNUM MIKILVÆG?
  • HVERNIG ER HÆGT AÐ VEITA LEIÐSÖGN?
  • Hvernig eiga foreldrar að leiðbeina börnum sínum?
    Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Áreiðanlegar leiðbeiningar um barnauppeldi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Kenndu barninu frá unga aldri
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
  • Getur Biblían komið að gagni við barnauppeldi?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
Sjá meira
Vaknið! – 2019
g19 Nr. 2 bls. 12-13
Kona sýnir stelpu gamlar myndir sem hún á.

5. LÆRDÓMUR

Leiðsögn frá fullorðnum

HVERJIR EIGA AÐ LEIÐBEINA BÖRNUNUM?

Börn þurfa leiðsögn og ráðleggingar frá fullorðnum. Foreldrar eru í bestu aðstöðunni til að sinna þeirri þörf barnanna og þeim ber líka skylda til þess. En aðrir fullorðnir geta einnig gefið börnunum ráð og leiðbeint þeim.

HVERS VEGNA ER LEIÐSÖGN FRÁ FULLORÐNUM MIKILVÆG?

Víða um heim verja börn litlum tíma með fullorðnum. Hugleiddu eftirfarandi:

  • Börn verja meirihluta dagsins í skólanum þar sem nemendur eru mun fleiri en kennarar og aðrir fullorðnir.

  • Sum skólabörn koma heim í autt hús eftir skóla því að báðir foreldrarnir þurfa að vinna úti.

  • Könnun sýndi að 8–12 ára börn í Bandaríkjunum verja að meðaltali um sex klukkustundum á dag í að hlusta á tónlist, horfa á sjónvarp og spila tölvuleiki.a

Í bókinni Hold On to Your Kids segir: „Unglingar leita ekki leiðsagnar, leiðbeininga og fyrirmynda hjá foreldrum, kennurum og öðrum fullorðnum og ábyrgum einstaklingum heldur hjá ... jafnöldrum sínum.“

HVERNIG ER HÆGT AÐ VEITA LEIÐSÖGN?

Verðu tíma með börnunum.

MEGINREGLA: „Fræð hinn unga um veginn sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ – Orðskviðirnir 22:6.

Börn leita venjulega til foreldra sinna til að fá aðstoð og leiðbeiningar. Sérfræðingar segja að börn vilji frekar ráð frá foreldrum sínum en jafnöldrum, jafnvel þegar þau eru komin á unglingsaldur. „Foreldrarnir halda áfram að vera sterkasti áhrifavaldurinn varðandi viðhorf og hegðun barna sinna í gegnum unglingsárin og fram á fullorðinsaldur,“ skrifar dr. Laurence Steinberg í bók sinni You and Your Adolescent. Hann bætir við: „Táningarnir vilja vita hvað þú hugsar og þeir hlusta á það sem þú segir, jafnvel þó að þeir viðurkenni það ekki alltaf og séu ekki sammála öllu sem þú segir.“

Notfærðu þér eðlilega tilhneigingu barna þinna til að líta upp til þín. Verðu tíma með þeim og leyfðu þeim að kynnast viðhorfum þínum, gildum og reynslu.

Sjáðu þeim fyrir fyrirmynd.

MEGINREGLA: „Eigðu samneyti við vitra menn, þá verður þú vitur.“ – Orðskviðirnir 13:20.

Þekkirðu einhvern fullorðinn sem gæti orðið góð fyrirmynd fyrir táninginn? Gætirðu komið því í kring að þeir verji tíma saman? Þú afsalar þér að sjálfsögðu ekki foreldraábyrgðinni en hvatning frá einhverjum sem þú treystir og veist að gerir barninu ekkert illt getur stutt við þá þjálfun sem þú veitir. Biblían segir að Tímóteus hafi haft mikið gagn af því að eiga félagsskap við Pál postula – jafnvel þegar hann var orðinn fullorðinn. Og Páll hafði einnig gagn af félagsskap Tímóteusar. – Filippíbréfið 2:20, 22.

Síðastliðna öld hafa margar fjölskyldur sundrast þar sem afar, ömmur, frændur og frænkur búa jafnvel annars staðar á hnettinum. Ef því er þannig háttað í þinni fjölskyldu geturðu reynt að sjá til þess að unglingarnir í fjölskyldunni fái tækifæri til að læra af öðrum fullorðnum sem hafa til að bera eiginleika sem þú vilt gjarnan sjá í fari barnanna þinna.

a Könnunin sýndi að unglingar verja að meðaltali hátt í níu klukkustundum á dag í að hlusta á tónlist, horfa á sjónvarp og spila tölvuleiki. Tíminn sem börn og unglingar vinna skólaverkefni á Netinu er ekki innifalinn.

Kona sýnir stelpu gamlar myndir sem hún á.

ÞJÁLFAÐU BARNIÐ NÚNA

Barn sem leitar leiðsagnar hjá fullorðnum er líklegra til að sýna visku og þroska þegar það vex úr grasi.

Kenndu með fordæmi

  • Er ég góð fyrirmynd fyrir börnin mín?

  • Sýni ég börnunum að ég líti upp til þeirra sem hafa meiri reynslu en ég og leita leiðsagnar þeirra?

  • Sýni ég að börnin eru mér mikilvæg með því að verja tíma með þeim?

Þetta gerðum við

„Stundum vill dóttir mín tala við mig þegar ég er á kafi í einhverju öðru. Ég tek mér alltaf tíma til að hlusta á hana, jafnvel þó að ég þurfi að biðja hana að bíða smástund þar til hún hafi athygli mína óskipta. Við hjónin leggjum okkur líka fram um að setja henni gott fordæmi svo að hún sjái að við förum sjálf eftir meginreglunum sem við kennum henni.“ – David.

„Þegar dóttir okkar fæddist ákváðum við hjónin að ég myndi ekki vinna úti heldur vera heima til að annast hana. Ég sé ekki eftir því. Það er mjög mikilvægt að vera eins mikið með barninu og hægt er svo að það fái rétta leiðsögn og leiðbeiningar. Og það sem meira máli skiptir er að barnið finnur þá að manni er annt um það.“ – Lisa.

TÍMI MEÐ FULLORÐNUM

„Börnin mín ólust upp með fjölbreyttan hóp fullorðinna í kringum sig. Það þjálfaði þau í að sjá lífið út frá reynslu annarra. Þau voru til dæmis agndofa þegar amma mín sagði þeim að þegar hún var lítil stelpa hafi fjölskyldan hennar fengið rafmagn fyrst af öllum á svæðinu. Hún sagði þeim að fólk úr nágrenninu hefði komið heim til þeirra bara til að standa inni í eldhúsi og horfa á þegar kveikt var og slökkt á ljósinu. Þessi saga sýndi börnunum hvað lífið var ólíkt áður fyrr. Með því að fræðast um líf langömmu sinnar lærðu þau líka að bera virðingu fyrir henni og öðru eldra fólki. Börn læra að sjá hlutina frá öðrum sjónarhóli með því að verja meiri tíma með fullorðnum og minni tíma með jafnöldrum sínum.“ – Maranda.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila