Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g20 Nr. 1 bls. 5-7
  • Hvað er streita?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað er streita?
  • Vaknið! – 2020
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • JÁKVÆÐ OG NEIKVÆÐ STREITA
  • Streita — orsakir og afleiðingar
    Vaknið! – 2005
  • Streita sækir á
    Vaknið! – 2005
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2020
  • Ertu undir álagi?
    Vaknið! – 2020
Sjá meira
Vaknið! – 2020
g20 Nr. 1 bls. 5-7
Fjármálamaður í borg hleypur upp tröppurnar að skrifstofubyggingu.

RÁÐ VIÐ STREITU

Hvað er streita?

Streita er svar líkamans við krefjandi aðstæðum. Heilinn sendir hormón út um allan líkamann. Það eykur hjartsláttinn, stillir blóðþrýstinginn, andardrátturinn verður örari og vöðvarnir spennast. Áður en þú gerir þér fulla grein fyrir hvað er að gerast er líkaminn tilbúinn í slaginn. Þegar streituvaldandi aðstæður hafa liðið hjá fer líkaminn úr „varnarstöðu“ og fer aftur að starfa eðlilega.

JÁKVÆÐ OG NEIKVÆÐ STREITA

Streita er eðlilegt viðbragð sem gerir þér kleift að takast á við erfiðar eða hættulegar aðstæður. Streituviðbrögðin byrja í heilanum. Jákvæð streita gerir þér kleift að bregðast fljótt við aðstæðum. Streita að vissu marki getur líka hjálpað þér að ná markmiðum þínum eða að ná betri árangri í prófi, atvinnuviðtali eða íþrótt.

En of mikil, langvarandi eða þrálát streita getur skaðað þig. Þegar líkaminn er ítrekað eða stöðugt í „varnarstöðu“ geturðu farið að þjást líkamlega, tilfinningalega og andlega. Hegðun þín, meðal annars gagnvart öðrum, getur breyst. Langvarandi streita leiðir líka oft til þess að fólk noti vímuefni eða reyni að þola ástandið með öðrum óheilbrigðum hætti. Hún getur jafnvel leitt til þunglyndis, útbruna eða sjálfsvígshugsana.

Þó að streita hafi ekki sömu áhrif á alla getur hún valdið margs konar sjúkdómum. Hún getur haft áhrif á nánast alla hluta líkamans.

ÁHRIF STREITU Á LÍKAMANN

Taugakerfið

Maður undir álagi finnur fyrir streitu og heldur um ennið.

Taugakerfið losar um hormón eins og adrenalín og hýdrókortisón. Þessi hormón auka hjartsláttinn, hækka blóðþrýstinginn og auka magn glúkósa í blóðinu – sem gerir þér kleift að bregðast fljótt við hættu. Of mikil streita getur valdið ...

  • skapstyggð, kvíða, þunglyndi, höfuðverk og svefnleysi.

Stoðkerfið

Vöðvarnir spennast upp til að vernda þig gegn meiðslum. Of mikil streita getur valdið ...

  • verkjum í líkamanum, spennuhöfuðverk og vöðvakrömpum.

Öndunarkerfið

Þú andar hraðar til að fá meira súrefni. Of mikil streita getur valdið ...

  • oföndun og stuttum andardrætti ásamt kvíðaköstum fyrir þá sem eru gjarnir á að fá þau.

Hjarta- og æðakerfið

Hjartað slær hraðar til að dreifa blóði um líkamann. Æðar víkka út eða dragast saman til að beina blóðinu þangað sem líkaminn þarf mest á því að halda, eins og í vöðvana. Of mikil streita getur valdið ...

  • háum blóðþrýstingi, hjartaáfalli og heilablóðfalli.

Innkirtlakerfið

Innkirtlarnir mynda hormónin adrenalín og hýdrókortisón, sem hjálpa líkamanum að bregðast við streitu. Lifrin hækkar blóðsykurinn til að gefa líkamanum meiri orku. Of mikil streita getur valdið ...

  • sykursýki, veikara ónæmiskerfi með meiri veikindum, skapsveiflum og þyngdaraukningu.

Meltingarkerfið

Melting matar í líkamanum raskast. Of mikil streita getur valdið ...

  • ógleði, uppköstum, niðurgangi eða harðlífi.

Æxlunarkerfið

Streita getur haft áhrif á kynstarfsemi og kynlífslöngun. Of mikil streita getur valdið ...

  • getuleysi og truflun í tíðahring.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila