Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g20 Nr. 3 bls. 4-5
  • Aflaðu þér upplýsinga

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Aflaðu þér upplýsinga
  • Vaknið! – 2020
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Vandinn
  • Meginregla
  • Hvernig er það til góðs að þekkja staðreyndirnar?
  • Það sem þú getur gert
  • Ert þú haldinn fordómum?
    Vaknið! – 2020
  • Ertu fórnarlamb fordóma?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • Sýndu kærleika
    Vaknið! – 2020
  • Verum öll eitt eins og Jehóva og Jesús eru eitt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
Sjá meira
Vaknið! – 2020
g20 Nr. 3 bls. 4-5
Tveir menn taka konu í atvinnuviðtal í bílaverksmiðju. Hún virðist vera stressuð.

Aflaðu þér upplýsinga

Vandinn

Fordómar byggjast oft á vanþekkingu. Hugleiddu eftirfarandi dæmi:

  • Sumir atvinnurekendur hafa ranglega haldið að konur séu ekki hæfar til að sinna vísindalegum eða tæknilegum störfum.

  • Í Evrópu á miðöldum voru Gyðingar ranglega sakaðir um að eitra brunna og dreifa sjúkdómum. Á tímum nasista voru Gyðingar aftur rægðir. En núna voru þeir sakaðir um að hafa valdið efnahagshruninu í Þýskalandi. Í bæði skiptin þurftu Gyðingar að þola mikla fordóma í sinn garð. Og sumir þessara fordóma eru augljósir enn í dag.

  • Margir álykta ranglega að allir sem búa við fötlun séu daprir eða gramir.

Fólk sem trúir lygum sem þessum bendir kannski á dæmi eða sögusagnir sem virðast styðja skoðanir þess. Og því finnst allir sem eru ósammála því vera fáfróðir.

Meginregla

„Kapp er best með forsjá.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 19:2.

Hvað merkir það? Við tökum slæmar ákvarðanir ef við kynnum okkur ekki staðreyndir. Við dæmum fólk ranglega ef við trúum sögusögnum frekar en staðreyndum.

Hvetur Biblían til fordóma?

Sumir halda því fram að Biblían hvetji til fordóma. En hvað segir hún sjálf?

  • Við erum öll skyld: Guð „gerði af einum manni allar þjóðir“. – Postulasagan 17:26.

  • Guð er óhlutdrægur: „Guð mismunar ekki fólki heldur tekur hann á móti hverjum þeim sem óttast hann og gerir rétt, sama hverrar þjóðar hann er.“ – Postulasagan 10:34, 35.

  • Guð beinir athygli sinni að hinum innri manni, ekki ytra útliti: „Maðurinn sér hið ytra en Drottinn horfir á hjartað.“ – 1. Samúelsbók 16:7.

Hvernig er það til góðs að þekkja staðreyndirnar?

Það eru minni líkur á að við trúum algengum en röngum hugmyndum um fólk ef við vitum hvernig það er í raun og veru. Þegar við komumst að því að við höfum fengið rangar upplýsingar um ákveðinn hóp förum við líklega að draga í efa hugmyndir sem við höfum gert okkur um aðra hópa.

Frásaga: Jovica (Balkanskagi)

Jovica, sem minnst var á fyrr í þessu blaði, ólst upp við það að heyra samlanda sína, fréttamiðla og sjónvarpsþætti tala illa um ákveðinn minnihlutahóp. „Ég varð fullur af fordómum – og jafnvel hatri – gagnvart þessu fólki,“ segir hann. „Og mér fannst ég hafa fullan rétt á að vera það.

En á meðan ég var í hernum átti ég ekki um annað að velja en að búa og vinna með öðrum hermönnum sem tilheyrðu þessum minnihlutahópi. Með tímanum kynntist ég þeim betur. Ég byrjaði meira að segja að læra tungumál þeirra og hlusta á þjóðlögin þeirra. Mér fór að líka við að umgangast þá og viðhorf mitt til þeirra breyttist. En ég veit að neikvæðar tilfinningar geta skotið upp kollinum aftur. Ég forðast því fréttir sem sýna þennan þjóðernisminnihluta í neikvæðu ljósi. Ég horfi ekki heldur á bíómyndir eða vinsæla grínþætti þar sem hæðst er að honum. Ég veit að fordómar geta leitt til reiði og haturs.“

Það sem þú getur gert

  • Mundu að alhæfingar um hóp fólks eiga ekki við um alla sem tilheyra hópnum.

  • Mundu að það sem þú veist um aðra er líklega takmarkað.

  • Reyndu að afla þér upplýsinga frá öruggum heimildum.

Þeir sigruðust á hatri

Myndir: 1. Tveir menn á göngu tala saman. 2. Annar mannanna brosir innan um vini.

Hvað hjálpaði Araba og Gyðingi að sigrast á fordómum?

Horfðu á myndbandið Hvenær sigrar kærleikurinn hatrið? Sláðu inn heiti myndbandsins í leitargluggann á jw.org.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila