Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g21 Nr. 1 bls. 8-9
  • Hvernig getum við verið glöð og ánægð?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig getum við verið glöð og ánægð?
  • Vaknið! – 2021
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Vertu vinnusamur
  • Vertu heiðarlegur
  • Hafðu rétt viðhorf til peninga
  • Veldu bestu menntunina
  • Eru peningar rót alls ills?
    Biblíuspurningar og svör
  • Hvernig annast á fjármálin
    Hamingjuríkt fjölskyldulíf
  • Hvað segir Biblían um vinnu og peninga?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Hvernig líta vottar Jehóva á menntun?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
Sjá meira
Vaknið! – 2021
g21 Nr. 1 bls. 8-9
Móðir og sonur ganga saman í verslunarmiðstöð á Indlandi. Þau eru glöð í bragði innan um fólk sem er mjög upptekið af munarðarvörum.

Hvernig getum við verið glöð og ánægð?

Við eigum það öll sameiginlegt, hvort sem við erum einhleyp eða gift, ung eða gömul, að vilja vera hamingjusöm og ánægð með hlutskipti okkar. Skapari okkar vill líka að okkur líði þannig og þess vegna gefur hann okkur frábær ráð til þess.

Vertu vinnusamur

„Hann ætti … að leggja hart að sér og vinna heiðarleg störf með höndum sínum svo að hann hafi eitthvað til að gefa þeim sem eru hjálparþurfi.“ – EFESUSBRÉFIÐ 4:28.

Skapari okkar hvetur okkur til að temja okkur jákvætt viðhorf til vinnu. Hvers vegna? Sá sem er vinnusamur gleðst vegna þess að hann getur séð sér og fjölskyldu sinni farborða. Hann gæti jafnvel verið í aðstöðu til að hjálpa einhverjum sem er í kröggum. Vinnuveitandi hans mun líka hafa mætur á honum. Vinnusamur einstaklingur er líklegri til að halda vinnu sinni. Ritningin segir með réttu að vinna sé „gjöf Guðs“. – Prédikarinn 3:13.

Vertu heiðarlegur

„Við erum sannfærðir um að við höfum góða samvisku og viljum vera heiðarlegir í öllu sem við gerum.“ – HEBREABRÉFIÐ 13:18.

Ef við erum heiðarleg höfum við líka sjálfsvirðingu, njótum innri friðar og sofum betur. Auk þess njótum við trausts og virðingar annarra. Þeir sem eru óheiðarlegir ræna sjálfa sig þessum gæðum. Samviskan ónáðar þá og þeir þurfa að búa við nagandi ótta um að það komist upp um þá einhvern daginn.

Hafðu rétt viðhorf til peninga

„Látið ekki ást á peningum stjórna lífi ykkar heldur látið ykkur nægja það sem þið hafið.“ – HEBREABRÉFIÐ 13:5.

Við þurfum peninga til að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum. En „ást á peningum“ er hættuleg. Hún getur orðið til þess að maður fari að nota mestallan tíma sinn og krafta í að þéna meiri peninga. Þessi eftirsókn í peninga getur reynt á hjónabandið, rænt tíma sem hefði mátt nota með börnunum og komið niður á heilsunni. (1. Tímóteusarbréf 6:9, 10) Auk þess er þeim sem elska peninga hætt við að freistast til óheiðarleika. Vitur maður sagði: „Trúfastur maður hlýtur ríkulega blessun en sá sem vill verða ríkur í flýti verður ekki saklaus til lengdar.“ – Orðskviðirnir 28:20.

Veldu bestu menntunina

„Varðveittu visku og skarpskyggni.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 3:21.

Góð menntun gerir okkur að ábyrgu fullorðnu fólki og líka að góðum foreldrum. En góð menntun ein sér getur ekki tryggt okkur varanlegt öryggi né hamingju. Til að vera farsæl á öllum sviðum lífsins þurfum við þá menntun sem Guð gefur okkur. Biblían segir um þann sem hlustar á Guð: „Allt sem hann gerir tekst vel.“ – Sálmur 1:1–3.

Ég er hamingjusamur og ánægður

„Þar sem ég bý leggja margir mikið á sig til að verða hámenntaðir og afla sér fjár og frama. En engu að síður gengur þeim illa að öðlast varanlega hamingju þó svo að þeir hafi náð markmiðum sínum. Biblían hjálpaði mér að tileinka mér jafnvægi á þessu sviði. Ég komst að því að peningar geta verndað okkur að vissu marki en þeir geta ekki fært okkur hamingju og sanna ást.“ – Kishore.

Kishore.

Viltu vita meira?

Ef þú vilt fræðast meira um hagnýt ráð skapara okkar varðandi vinnu, peninga og menntun skaltu fara inn á jw.org og leita undir flettunni BIBLÍAN OG LÍFIÐ > FRIÐUR OG HAMINGJA.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila