Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g22 Nr. 1 bls. 4-6
  • 1 | Verndaðu heilsuna

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • 1 | Verndaðu heilsuna
  • Vaknið! – 2022
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT?
  • Það sem þú ættir að vita
  • Það sem þú getur gert núna
  • Hvernig má bæta heilsuna?
    Vaknið! – 2015
  • Að takast á við skyndilegan heilsubrest
    Fleiri viðfangsefni
  • Varðveittu trú þína og andlegt heilbrigði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Heilbrigði — hvað getur þú sjálfur gert?
    Vaknið! – 1990
Sjá meira
Vaknið! – 2022
g22 Nr. 1 bls. 4-6
Fjölbreyttur og hollur matur á borði.

HEIMUR Í UPPNÁMI

1 | Verndaðu heilsuna

HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT?

Hættuástand og hamfarir geta haft ýmist bein eða óbein áhrif á heilsufar fólks.

  • Mótlæti getur valdið streitu en langvarandi streita getur gert fólk útsett fyrir veikindum.

  • Hættuástand getur komið niður á heilbrigðiskerfinu og dregið úr aðgengi að læknisúrræðum.

  • Hamfarir hafa áhrif á fjárhag fólks og geta komið í veg fyrir að það geti borgað fyrir nauðsynjar eins og næringarríkan mat og heilbrigðisþjónustu.

Það sem þú ættir að vita

  • Alvarleg veikindi og andlegt álag getur haft áhrif á dómgreindina og valdið því að þú vanrækir hollar venjur. Afleiðingin gæti verið sú að veikindin verði alvarlegri en ella.

  • Ef heilsuvandi er hunsaður getur hann versnað og jafnvel ógnað lífi þínu.

  • Því hraustari sem þú ert því færari ertu um að taka góðar ákvarðanir mitt í glundroðanum.

  • Þú getur tekið skref sem vernda heilsuna án tillits til fjárhags þíns.

Það sem þú getur gert núna

Það er viturlegt að hugleiða hugsanlegar hættur þegar hægt er og grípa til aðgerða til að forðast þær. Þetta á líka við um heilsuna. Oft má draga úr hættunni á sjúkdómi eða á alvarleika hans með góðum hreinlætisvenjum. Forvörn er betri en lækning.

„Með því að gæta líkamlegs hreinlætis og passa upp á að hafa heimilið hreint tekst okkur að spara umtalsverð útgjöld sem fylgja læknisheimsóknum og lyfjakaupum.“ – Andreas.a

a Sumum nöfnum í þessu blaði hefur verið breytt.

TEKIST Á VIÐ VANDANN – Gagnleg ráð

Þegar hættuástand ríkir skaltu vernda heilsuna með því að fylgja þessum hagnýtu ráðum.

GÆTTU HREINLÆTIS

Maður þvær sér utandyra með sápu og vatni.

Gættu hreinlætis

Biblían segir: „Hinn skynsami sér hættuna og felur sig.“ (Orðskviðirnir 22:3) Reyndu að sjá fyrir og forðast það sem gæti ógnað heilsu þinni.

  • Þvoðu þér oft um hendurnar með sápu og vatni, sér í lagi áður en þú handleikur matvæli og eftir að hafa notað salernið.

  • Sótthreinsaðu og þrífðu heimilið reglulega, sérstaklega fleti sem oft eru snertir.

  • Þegar mögulegt er skaltu forðast að hafa náið samneyti við fólk sem hefur smitandi sjúkdóm.

BORÐAÐU HOLLAN MAT

Fjölbreyttur og hollur matur á borði.

Borðaðu hollan mat

Biblían segir: „Enginn hefur nokkurn tíma hatað eigin líkama heldur nærir hann líkamann og annast.“ (Efesusbréfið 5:29) Við sýnum umhyggju fyrir líkama okkar með því að gæta að því sem við látum í okkur.

  • Drekktu mikið af vatni.

  • Borðaðu fjölbreytta ávexti og grænmeti.

  • Takmarkaðu magn fitu, salts og sykurs.

  • Forðastu tóbak og misnotkun áfengis og lyfja.

„Við reynum að borða hollan mat til að forðast veikindi. Annars þyrftum við að nota okkar takmörkuðu tekjur í lyfjakostnað. Við viljum frekar fjárfesta í góðum mat.“ – Carlos.

FÁÐU HREYFINGU OG NÆGA HVÍLD

Maður skokkar eftir malarstíg.

Fáðu næga hreyfingu

Biblían segir: „Betri er hnefafylli af hvíld en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.“ (Prédikarinn 4:6) Við þurfum að hafa jafnvægi milli vinnu og nægrar hvíldar.

  • Haltu líkamlegri virkni. Þú getur byrjað á því að fá þér reglulegar gönguferðir. Líkamleg virkni getur bætt heilsu þína jafnvel þótt þú sért kominn á efri ár, sért fatlaður eða búir við langvarandi sjúkdóm.

  • Ung konar leggur sig.

    Fáðu næga hvíld

    Fáðu næga hvíld. Til skamms tíma getur ófullnægjandi svefn aukið streitu og dregið úr einbeitingu. Til lengri tíma getur svefnleysi leitt til alvarlegra heilsuvandamála.

  • Hafðu háttatíma sem þú getur haldið þig við. Reyndu að fara í rúmið og á fætur á sama tíma á hverjum degi.

  • Forðastu að horfa á sjónvarpið eða að nota rafeindatæki í rúminu.

  • Forðastu að borða mikið og drekka kaffi eða áfengi fyrir svefninn.

„Reynsla mín er sú að svefninn hefur áhrif á alla þætti heilsunnar. Ef ég fæ ekki nægan svefn fæ ég stundum höfuðverk og allur líkaminn er aumur. En ef ég sef nóg finnst mér ég tilbúinn í hvað sem er. Ég hef næga orku og verð miklu sjaldnar veikur.“ – Justin.

Atriði úr myndbandinu „Farsóttir – hvað er til ráða?“ Kona opnar útidyrnar fyrir veiru.

ÍTAREFNI. Horfðu á myndbandið Farsóttir – hvað er til ráða? Lestu líka greinina „Hvernig má bæta heilsuna?“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila