3 | Verndaðu samböndin við þá sem standa þér nærri
HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT?
Vaxandi kvíði yfir glundroða heimsins getur valdið því að fólk vanræki óafvitandi samskiptanet sitt.
Fólki hættir til að einangra sig frá vinum sínum.
Hjón verða þrætugjarnari.
Foreldrar gefa lítinn eða engan gaum að kvíða barna sinna.
Það sem þú ættir að vita
Vinátta er nauðsynleg fyrir heilsu þína og jafnvægi, sér í lagi á erfiðum tímum.
Álagið vegna glundroða heimsins getur reynt á fjölskyldulíf þitt með óvæntum hætti.
Óhugnanlegar fréttir gætu haft meiri áhrif á börnin þín en þú gerir þér grein fyrir.
Það sem þú getur gert núna
Biblían segir: „Sannur vinur elskar alltaf og er sem bróðir á raunastund.“ – Orðskviðirnir 17:17.
Hugsaðu til einhvers sem er hjálpsamur og getur gefið hagnýt ráð. Bara það að vita að einhverjum er annt um þig getur gefið þér styrk til að horfast í augu við áskoranir dagsins.