Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g23 Nr. 1 bls. 6-8
  • Höfin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Höfin
  • Vaknið! – 2023
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Höfin í hættu
  • Jörðin – hönnuð til að endurnýja sig
  • Hvað er gert í málinu?
  • Ástæður til bjartsýni – hvað segir Biblían?
  • Hafið — dýrmæt auðlind eða skolpþró veraldar?
    Vaknið! – 1989
  • Hafið — hver getur bjargað því?
    Vaknið! – 1989
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2023
  • Hvað er maðurinn að gera jörðinni?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
Sjá meira
Vaknið! – 2023
g23 Nr. 1 bls. 6-8
Kafari syndir í sjónum umkringdur litskrúðugum fiskum, kóröllum og sjávargróðri.

Georgette Douwma/Stone via Getty Images

ER HÆGT AÐ BJARGA JÖRÐINNI?

HÖFIN

HÖFIN sjá okkur bæði fyrir stórum hluta þeirrar fæðu sem við leggjum okkur til munns og fyrir mörgum af þeim efnum sem þarf til lyfjaframleiðslu. Meira en helmingur af súrefni heims myndast í höfunum og þau taka við kolefni sem mennirnir losa með starfsemi sinni. Höfin tempra auk þess loftslagið.

Höfin í hættu

Loftslagsbreytingar ógna kóralrifum, skelfiski og öðrum lífverum í hafinu. Vísindamenn spá að nánast öll kóralrif gætu átt á hættu að deyja á næstu 30 árum – en þau halda uppi að minnsta kosti fjórðungi allra þekktra lífvera hafsins.

Sérfræðingar áætla að allt að 90 prósent sjófugla kunni að hafa étið plast og talið er að plast í sjónum drepi milljónir sjávardýra á hverju ári.

„Við höfum umgengist hafið eins og sjálfsagðan hlut,“ sagði António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, árið 2022, „og nú stöndum við frammi fyrir því sem ég myndi kalla ‚neyðarástand í hafinu‘.“

Jörðin – hönnuð til að endurnýja sig

Höfin og lífið í þeim eru hönnuð til að halda sjálfum sér hreinum og heilbrigðum að því gefnu að mengun af mannavöldum sé ekki gegndarlaus. Í bókinni Regeneration: Ending the Climate Crisis in One Generation er sagt að þegar ákveðnum hluta hafsins sé hlíft við mengun af mannavöldum „geti innbyggð endurnýjunarhæfni þess notið sín óhindrað“. Skoðum fáein dæmi:

  • Agnarsmáar svifjurtir í hafinu taka til sín og binda koldíoxíð – lofttegundina sem er talin valda mestu um hlýnun jarðar. Plöntusvif eitt og sér bindur nánast jafn mikið koldíoxíð og allur trjágróður, gras og annar gróður á landi samanlagt.

  • Örverur nærast á úrgangsefnum frá fiski sem myndi annars menga höfin. Örverurnar sjálfar verða síðan æti annarra sjávardýra. Þetta samspil „heldur hafinu hreinu og tæru,“ að sögn Smithsonian Institution Ocean Portal.

  • Í meltingarfærum margra sjávarlífvera breytist súr sjór í heilbrigðari basískan sjó, en það er súri sjórinn sem skaðar kóraldýr, skeldýr og aðrar lífverur hafsins.

    VISSIR ÞÚ?

    Sjávargróður og heilbrigt haf

    Þverskurðarmynd sem sýnir öldur nálgast strönd. Á myndinni sjást sjávarbotninn, sjávargróður og sjávardýr. Sjávargróður dregur úr ölduhæð og -hraða og bindur botnfall. Fiskur og önnur sjávardýr dafna í gróðrinum. Sjór sem nær landi er hreinn og öldurnar mildar.

    Sjávargróður bindur botnfall og heldur sjávarbotninum þannig stöðugum. Hann vinnur gegn sjúkdómum í kóraldýrum og ver líka strendur gegn ágangi sjávar og landbroti.

Hvað er gert í málinu?

Mynd: 1. Maður tekur upp úr margnota innkaupapoka og setur á eldhúsborð. 2. Kona fyllir margnota vatnsflösku í eldhúsvaski.

Hægt er að draga úr plastmengun í höfunum með því að nota margnota poka og flöskur.

Ef rusli er ekki hent í sjóinn þarf ekki að hreinsa það úr honum. Sérfræðingar hvetja því til að endurnýta poka, áhöld og ílát í stað þess að nota plasthluti einu sinni og henda þeim svo.

En meira þarf til. Fyrir stuttu söfnuðu umhverfisverndarsamtök 8.300 tonnum af rusli sem skolað hafði upp á strendur í 112 löndum á einu ári. Þetta er samt bara um einn þúsundasti hluti af ruslinu sem hent er í sjóinn á hverju ári.

Í tímaritinu National Geographic segir að „sennilega sé ekki hægt að snúa við þeirri súrnun [sjávar] sem orðin er“. Lífríki sjávar „á í höggi við alþjóðlegt efnahagskerfi sem byggist á ódýru jarðefnaeldsneyti. Þetta er ójafn leikur.“

Ástæður til bjartsýni – hvað segir Biblían?

„Jörðin er full af því sem þú hefur skapað. Þar er hafið, svo stórt og víðáttumikið, iðandi af lifandi verum, stórum sem smáum.“ – Sálmur 104:24, 25.

Skapari okkar myndaði hafið með innbyggðu sjálfhreinsikerfi. Hugleiddu málið: Fyrst skaparinn gerþekkir hafið og lífríki þess er hann þá ekki fær um að bæta það tjón sem orðið er á höfunum? Sjá greinina „Guð lofar að jörðinni verði bjargað,“ á bls. 15.

ÍTAREFNI

Grindhvalir synda í sjónum.

Blue Planet Archive/Doug Perrine

Vísindamenn hafa lært af sjávardýri hvernig má verja stór skip gegn hrúðurkörlum án þess að nota eiturefni. Lestu greinina „Sjálfhreinsibúnaður grindhvalsins,“ á jw.org.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila