Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 2
  • Fagur garður

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fagur garður
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Guð skapaði himininn og jörðina
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Sá sem skapaði allt
    Lærum af kennaranum mikla
  • Hvers vegna þau misstu heimili sitt
    Biblíusögubókin mín
  • Garðurinn er okkur kær
    Vaknið! – 1997
Sjá meira
Biblíusögubókin mín
my saga 2

KAFLI 2

Fagur garður

SJÁÐU hvernig jörðin lítur út núna! Er hún ekki falleg? Líttu á grasið og trén, blómin og öll dýrin. Getur þú bent á fílana og ljónin?

Hvernig varð þessi fallegi garður til? Nú skulum við sjá hvernig Guð undirbjó jörðina fyrir okkur mennina.

Fyrst lét Guð græn grös spretta á þurrlendinu. Og hann skapaði alls kyns smáplöntur, runna og tré. Allur þessi gróður klæðir jörðina fögrum búningi. En gróðurinn gerir meira. Margar tegundir hans gefa okkur einnig bragðgóða fæðu.

Seinna skapaði Guð fiskana sem synda í vötnum og sjó og fuglana sem fljúga um loftið. Hann skapaði hunda og ketti og hesta, stór dýr og lítil dýr. Hvaða dýr lifa nálægt heimilinu þínu? Ættum við ekki að vera glöð að Guð skuli hafa skapað allt þetta fyrir okkur?

Að lokum útbjó Guð einn stað á jörðinni á mjög sérstakan hátt. Hann kallaði þennan stað aldingarðinn Eden. Hann var alveg fullkominn og fallegur á allan hátt. Og það var ætlun Guðs að öll jörðin yrði eins og þessi fallegi garður sem hann hafði búið til.

En líttu aftur á myndina af garðinum. Guð sá að það vantaði eitthvað. Veistu hvað það var? Við skulum athuga það.

1. Mósebók 1:11-25; 2:8, 9.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila