Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 70
  • Jónas og stórfiskurinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jónas og stórfiskurinn
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Jónas – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
  • Reyndu að líta aðra sömu augum og Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Tökum spámennina til fyrirmyndar – Jónas
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Það sem við getum lært af Jónasarbók
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2017
Biblíusögubókin mín
my saga 70

KAFLI 70

Jónas og stórfiskurinn

SJÁÐU manninn í vatninu. Er hann ekki í mikilli hættu? Fiskurinn er alveg að fara að gleypa hann. Veistu hver þessi maður er? Hann heitir Jónas. Við skulum athuga hvernig hann lenti í svona miklum háska.

Jónas er spámaður Jehóva. Ekki er liðinn langur tími frá dauða spámannsins Elísa þegar Jehóva segir við Jónas: ‚Farðu til stórborgarinnar Níníve. Illska fólksins, sem býr þar, er mjög mikil og ég vil að þú segir því það.‘

En Jónas vill ekki fara. Þess vegna fer hann um borð í skip sem siglir í allt aðra átt. Jehóva er ekki ánægður með að Jónas skuli hlaupast á brott. Hann lætur því mikinn storm skella á. Rokið er svo mikið að hætta er á að skipið farist. Skipverjarnir eru dauðhræddir og þeir hrópa á guði sína og biðja þá að hjálpa sér.

Að lokum segir Jónas við þá: ‚Ég tilbið Jehóva, þann Guð sem skapaði himin og jörð. Ég er að hlaupast á brott frá því sem Jehóva sagði mér að gera.‘ Sjómennirnir spyrja þá: ‚Hvað eigum við að gera við þig til þess að storminn lægi?‘

‚Kastið mér í hafið og þá mun það aftur verða kyrrt,‘ segir Jónas. Í fyrstu vilja sjómennirnir ekki gera það en þegar storminn herðir enn kasta þeir Jónasi að lokum útbyrðis. Samstundis lægir storminn og sjórinn verður aftur kyrr.

Jónas sekkur niður í sjóinn en þá gleypir stórfiskurinn hann. En hann deyr ekki. Í þrjá daga og þrjár nætur er hann í kviði fisksins. Nú sér Jónas eftir því að hafa ekki hlýtt Jehóva og farið til Níníve. Veistu hvað hann gerir?

Jónas biður til Jehóva um hjálp. Þá lætur Jehóva fiskinn spúa honum upp á þurrt land. Að því búnu fer Jónas til Níníve. Finnst þér þetta ekki kenna okkur hve mikilvægt það er að við gerum allt það sem Jehóva segir?

Jónasarbók.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila