Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 81
  • Treyst á hjálp Guðs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Treyst á hjálp Guðs
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Fólk Guðs yfirgefur Babýlon
    Biblíusögubókin mín
  • Höfuðþættir Esrabókar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Við getum verið örugg á óvissutímum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Frá útlegðinni í Babýlon til endurbyggingar Jerúsalemmúra
    Biblíusögubókin mín
Sjá meira
Biblíusögubókin mín
my saga 81

KAFLI 81

Treyst á hjálp Guðs

NÆSTUM 50.000 manns ferðast þessa löngu leið frá Babýlon til Jerúsalem. Þegar fólkið kemur til Jerúsalem er hún ekkert annað en rústir. Enginn býr þar. Ísraelsmenn verða að byggja allt upp aftur frá grunni.

Eitt af því fyrsta, sem þeir byggja, er altari. Altari er staður þar sem þeir geta fært Jehóva dýrafórnir eða gjafir. Fáeinum mánuðum síðar byrja Ísraelsmenn að byggja musterið. En óvinir í löndunum í kring vilja ekki að Ísraelsmenn byggi það. Þeir reyna að hræða þá til að hætta. Að lokum fá óvinirnir hinn nýja Persakonung til að setja lög um að byggingarvinnan skuli stöðvuð.

Árin líða. Nú eru liðin 17 ár síðan Ísraelsmenn komu heim frá Babýlon. Jehóva sendir spámenn sína, Haggaí og Sakaría, til að segja fólkinu að byrja aftur að byggja. Fólkið treystir á hjálp Guðs og hlýðir spámönnunum. Það byrjar aftur að byggja jafnvel þótt lög Persakonungs banni það.

Þá kemur persneskur embættismaður, sem heitir Tataní, og spyr Ísraelsmenn hvaða rétt þeir hafi til að byggja musterið. Ísraelsmenn segja honum að þegar þeir hafi verið í Babýlon hafi Kýrus konungur sagt þeim: ‚Farið nú til Jerúsalem og byggið musteri Jehóva, Guðs ykkar.‘

Tataní sendir bréf til Babýlonar og spyr hvort Kýrus, sem nú er dáinn, hafi í rauninni sagt þetta. Brátt kemur bréf til baka frá nýja Persakonunginum. Þar segir að Kýrus hafi í raun og veru sagt þetta. ‚Leyfðu Ísraelsmönnum að byggja Guði sínum musteri,‘ skrifar konungurinn, ‚og ég fyrirskipa þér að hjálpa þeim.‘ Eftir um það bil fjögur ár er musterið fullgert og Ísraelsmenn eru mjög hamingjusamir.

Aftur líða mörg ár. Núna eru liðin næstum því 48 ár síðan musterissmíðinni lauk. Jerúsalembúar eru fátækir og borgin og musteri Guðs líta ekki sérlega vel út. Í Babýlon er Ísraelsmaðurinn Esra og hann fréttir að musteri Guðs þarfnist lagfæringar. Veistu hvað hann gerir þá?

Esra gengur fram fyrir Artaxerxes Persakonung og þessi góði konungur gefur honum margar gjafir til að taka með sér til Jerúsalem. Esra biður Ísraelsmenn í Babýlon að hjálpa sér að koma gjöfunum til Jerúsalem. Um það bil 6000 manns bjóðast til að fara. Þeir hafa heilmikið af silfri og gulli og öðrum verðmætum til að taka með sér.

Esra hefur áhyggjur af því að þeir gætu mætt óvinum og ræningjum víða á leiðinni er kynnu að ræna silfrinu og gullinu og drepa þá. Þess vegna kallar hann fólkið saman eins og þú sérð á myndinni. Síðan biður fólkið saman til Jehóva að hann verndi það á hinni löngu ferð til Jerúsalem.

Jehóva verndar fólkið og eftir fjögurra mánaða ferðalag kemur það heilt á húfi til Jerúsalem. Sýnir þetta ekki að Jehóva getur verndað þá sem treysta á hjálp hans?

Esra, kaflar 2 til 8.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila