Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ws kafli 15 bls. 121-128
  • Edóm nútímans rutt úr vegi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Edóm nútímans rutt úr vegi
  • Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Spádómur Jesaja gegn Edóm
  • Örlög lík og Edóm hlaut
  • Jehóva úthellir reiði sinni yfir þjóðirnar
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
  • Óbadía – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
  • Jehóva afrekar sér dýrlegt nafn
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
  • Viðvaranir Guðs sem snerta þig
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
Sjá meira
Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
ws kafli 15 bls. 121-128

15. kafli

Edóm nútímans rutt úr vegi

1, 2. Hvernig lítur skaparinn á hinar hervæddu þjóðir og hvað hefur hann afráðið samkvæmt spádómi Jesaja?

HEIMURINN er vopnaðri nú en nokkru sinni fyrr. Kjarnorkuvopn þjóðanna ógna tilveru mannkyns. Hvernig lítur þá Jehóva Guð, skapari mannkyns, á stöðuna? Það stendur skýrum stöfum í 34. kafla Jesajabókar sem hefst með þessum orðum:

2 „Gangið nær, þér þjóðir, að þér megið heyra! Hlýðið til, þér lýðir! Heyri það jörðin og allt, sem á henni er, jarðarkringlan og allt, sem á henni vex! [Jehóva] er reiður öllum þjóðunum og gramur öllum þeirra her. Hann hefir vígt þær dauðanum og ofurselt þær til slátrunar. Vegnum mönnum þeirra er burt kastað, og hrævadaunn stígur upp af líkum þeirra, og fjöllin renna sundur af blóði þeirra. Allur himinsins her hjaðnar, og himinninn [duglausar mannastjórnir] vefst saman eins og bókfell. Allur hans her hrynur niður, eins og laufið fellur af vínviði og visin blöð af fíkjutré.“ (Jesaja 34:1-4) Þetta er ógnþrunginn spádómur!

3. (a) Hvað ættu þjóðirnar að hlusta á og hvers vegna getur Jehóva réttilega skipað þeim það? (b) Hvað sýnir að þjóðirnar hafa ekki hlustað?

3 Skapari alheimsins á í deilu við þjóðir nútímans. Þess vegna eru þjóðirnar hvattar til að hlýða á þann biblíuboðskap sem hann hefur látið boða um allan heim frá 1919. Þær ættu að leggja eyrun við því sem hann lætur votta sína koma á framfæri. En þróun heimsmála sýnir að þær hafa ekki gert það og ekki tekið votta hans alvarlega. Þær hallast að Sameinuðu þjóðunum og hafa ekki kosið að fylgja himneska ríkinu í höndum hins krýnda sonar Guðs, Friðarhöfðingjans.

Spádómur Jesaja gegn Edóm

4, 5. (a) Hverjir voru Edómítar og hvaða hug báru þeir til bræðraþjóðar sinnar, Ísraelsmanna? (b) Hvaða dóm felldi Jehóva því yfir Edóm?

4 Meðal þjóðanna er að verki afl sem ber sérstaka ábyrgð á þessari stöðu mála. Þjóðin Edóm, sem er sérstaklega nefnd í þessum spádómi, var tákn þessa afls. Edómítar voru afkomendur Esaús sem seldi tvíburabróður sínum, Jakobi, frumburðarrétt sinn fyrir „brauð og baunarétt.“ Það var þá sem farið var að nefna Esaú Edóm sem merkir „rauður.“ (1. Mósebók 25:24-34) Með því að Jakob náði hinum dýrmæta frumburðarrétti af tvíburabróður sínum fylltist Esaú hatri í hans garð. Edóm varð ósættanlegur óvinur Ísraelsþjóðarinnar eða Jakobs til forna, þótt þær væru bræðraþjóðir. Sökum fjandskapar síns gegn þjóð Guðs vakti Edóm verðskuldaða reiði Jehóva, Guðs Ísraels, svo að hann dæmdi Edóm til eilífrar tortímingar. Þessum dómi Guðs er svo lýst með orðum spámannsins Jesaja:

5 „Sverð mitt hefir drukkið sig drukkið á himnum, nú lýstur því niður til dóms yfir Edóm, þá þjóð, sem ég hefi vígt dauðanum. Sverð [Jehóva] er alblóðugt, löðrandi af feiti, af blóði lamba og kjarnhafra, af nýrnamör úr hrútum, því að [Jehóva] heldur fórnarveislu í Bosra [helstu borg Edóms] og slátrun mikla í Edómlandi.“ — Jesaja 34:5, 6.

6. (a) Hvers vegna gat Jehóva talað um að hann brygði ‚sverði‘ sínu gegn Edóm „á himnum“? (b) Hvaða óbróðurlegan hug sýndi Edóm þegar Babýlon réðst á Júdaríkið?

6 „Sverð“ Jehóva skyldi baða land hinnar morðfíknu Edómþjóðar hennar eigin blóði. Edóm bjó á hálendu fjallasvæði. (Jeremía 49:16) Jehóva gat því á táknmáli sagt að hann brygði dómssverði sínu „á himnum“ þegar hann fullnægði dómi sínum þar í landi. Edóm var hervædd mjög og fóru hersveitir hennar um himinháa fjallgarða til að verja þjóðina fyrir innrás. Því mátti vel kalla her Edóms „himinsins her.“ En hinir voldugu Edómítar lyftu ekki fingri til hjálpar bræðraþjóð sinni, Ísrael, þegar herir Babýlonar réðust á hana. Þess í stað fögnuðu þeir því að sjá Júdaríki unnið og hvöttu jafnvel eyðingarherinn til dáða. (Sálmur 137:7) Sviksemi Edómíta gekk svo langt að þeir eltu uppi einstaklinga, sem reyndu að forða sér á flótta, og framseldu þá óvininum. (Óbadía 10-14) Edómítar ætluðu sér að leggja undir sig hið auða land Ísraelsmanna og töluðu digurbarkalega gegn Jehóva. — Esekíel 35:10-15.

7. Hvaða augum leit Guð Ísraels sviksemi Edómíta?

7 Lokaði Jehóva, Guð Ísraels, augunum fyrir þessari óbróðurlegu breytni Edómíta gagnvart útvalinni þjóð sinni? Nei. Þess vegna áformaði Guð ‚hefndardag‘ og ‚endurgjaldsár‘ fyrir þá illgirni sem jarðnesku skipulagi hans, nefnt Síon, hafði verið sýnd. Spádómurinn sagði: „Því að nú er hefndardagur [Jehóva], endurgjaldsárið, til að reka réttar Síonar [fyrir dómstóli alheimsins].“ — Jesaja 34:8; Esekíel 25:12-14.

8. (a) Hvern notaði Jehóva til að refsa Edóm? (b) Hvað sagði spámaðurinn Óbadía fyrir um Edóm?

8 Skömmu eftir eyðingu Jerúsalem byrjaði Jehóva að láta í ljós réttláta reiði sína gegn Edómítum, með því að tefla fram Nebúkadnesar Babelkonungi. (Jeremía 25:8, 15, 17, 21) Ekkert gat bjargað Edómítum þegar herir Babýlonar sóttu fram gegn þeim! Herir Babýlonar steyptu Edómítum niður af klettahæðum sínum. Runnið var upp ‚endurgjaldsár‘ gagnvart Edóm. Eins og Jehóva sagði fyrir munn annars spámanns: „Sökum ofríkis þess, er þú hefir sýnt bróður þínum Jakob, skal smán hylja þig, og þú skalt að eilífu upprættur verða. . . . Eins og þú hefir öðrum gjört, eins skal þér gjört verða; gjörðir þínar skulu þér í koll koma.“ — Óbadía 10, 15.

9. Hver er Edóm nútímans og hvers vegna?

9 Þessi orð endurspegla einnig viðhorf Jehóva til Edóms nútímans. Hver eða hvað er það? Nú, hver hefur á 20. öldinni gengið fram fyrir skjöldu í að lasta og ofsækja þjóna Jehóva? Hefur það ekki verið hinn trúvillti kristni heimur með sína rembilátu klerkastétt í fararbroddi? Jú, kristni heimurinn, vettvangur falskrar kristni, hefur hafið sig fjallhátt í málefnum þessa heims. Hann er yfirgnæfandi hluti heimskerfis manna og trúarstofnanir hans eru sá hluti Babýlonar hinnar miklu sem mest ber á. En Jehóva hefur ákveðið ‚endurgjaldsár‘ gegn Edóm nútímans fyrir svívirðilega framkomu hans gagnvart þjónum Guðs, vottum hans.

Örlög lík og Edóm hlaut

10. Hvernig lýsir Jesaja 34:9, 10 örlögum Edóms en við hvern á spádómurinn núna?

10 Þegar við höldum áfram athugun okkar á þessum spádómi Jesaja getum við haft hinn kristna heim nútímans í huga: „Lækirnir skulu verða að biki og jarðvegurinn að brennisteini, landið skal verða að brennandi biki. Það skal eigi slokkna nætur né daga, reykurinn af því skal upp stíga um aldur og ævi.“ (Jesaja 34:9, 10) Edómlandi er svo lýst sem lækirnir væru af biki og jarðvegurinn úr brennisteini, og síðan yrði kveikt í þessum eldfimu efnum. — Samanber Opinberunarbókina 17:16.

11, 12. Hvað segir lýsing Jesaja 34:10-15 að verða myndi um Edómland og hve lengi skyldi það ástand ríkja?

11 Spádómur Jesaja heldur áfram: „Það skal liggja í eyði frá einni kynslóð til annarrar, enginn maður skal þar um fara að eilífu. Pelíkanar og stjörnuhegrar skulu fá það til eignar, náttuglur og hrafnar búa þar. Hann mun draga yfir það mælivað auðnarinnar og mælilóð aleyðingarinnar. Tignarmenn landsins kveðja þar eigi til konungskosningar, og allir höfðingjarnir verða að engu. Í höllunum munu þyrnar upp vaxa og klungrar og þistlar í víggirtum borgunum. Það mun verða sjakalabæli og strútsfuglagerði. Urðarkettir og sjakalar skulu koma þar saman og skógartröll mæla sér þar mót. Næturgrýlan ein skal hvílast þar og finna sér þar hæli. Stökkormurinn skal búa sér þar hreiður og klekja þar út.“ — Jesaja 34:10-15.

12 Edóm yrði land „auðnarinnar“ að því er menn varðaði. Það átti að leggjast í eyði og aðeins villidýr, fuglar og snákar eiga þar heimkynni. Þetta auðnarástand átti að vara, eins og 10. versið segir, „um aldur og ævi.“ Fyrrverandi íbúar ættu ekki afturkvæmt. — Óbadía 18.

13. Hvað bíður kristna heimsins samkvæmt ‚bók Jehóva‘ og hvað stendur í þessari bók?

13 Þetta er fyrirboði hræðilegra atburða sem eiga eftir að henda nútímahliðstæðu Edóms — kristna heiminn. Hann hefur verið svarinn fjandmaður Jehóva Guðs og ofsótt votta hans grimmilega. Því er yfirvofandi eyðing hans fyrir Harmagedón sögð fyrir í ‚bók Jehóva.‘ (Jeremía 34:16) Þessi ‚bók Jehóva‘ er sú bók þar sem hann heldur reikning við fjandmenn og kúgara þjóna sinna. Að því kemur að hann gerir upp reikninga við þá. Það sem ritað var í ‚bók Jehóva‘ um Edóm til forna rættist, og það tryggir að spádómurinn rætist líka á Edóm nútímans, kristna heiminum, eins og hann á við hann.

14. Hvað hafa Edómítar nútímans ekki viðurkennt, og hvaða fordæmi þjóna Jehóva hafa þeir ekki fylgt?

14 Edómítar nútímans hafa ekki viðurkennt Jehóva Guð sem konung nú við ‚endalok veraldar.‘ Úr því að kristni heimurinn er svo áberandi hluti Babýlonar hinnar miklu er hann auk þess dæmdur til að eiga hlut í plágum hennar. Hann hefur ekki farið eftir boði Jehóva um að ‚ganga út úr‘ Babýlon hinni miklu. (Opinberunarbókin 18:4) Hann hefur ekki fylgt fordæmi leifa andlegu Ísraelsþjóðarinnar eða mikils múgs annarra sauða.

15, 16. Hvað bíður kristna heimsins samkvæmt 17. og 18. kafla Opinberunarbókarinnar og 34. kafla Jesajabókar?

15 Framtíð kristna heimsins er ekki glæsileg. Hann gerir allt sem hann getur til að friða pólitíska vini sína og koma í veg fyrir að þeir hópist saman í árás á hann. Það mun þó ekki takast.

16 Samkvæmt 17. og 18. kafla Opinberunarbókarinnar mun alvaldur Guð, Jehóva, leggja þeim í brjóst að beita dýrslegu, pólitísku og hernaðarlegu afli sínu gegn Babýlon hinni miklu og öllum trúarlegum efnisþáttum hennar, þeirra á meðal kristna heiminum. Þar með verður falskristni hreinsuð af jörðinni. Ástand kristna heimsins verður sams konar og sá ömurleiki sem lýst er í 34. kafla Jesajabókar. Hann verður ekki á sjónarsviðinu til að verða vitni að úrslitastríðinu „á hinum mikla degi Guðs hins alvalda“ gegn þjóðunum sem hafa rúið Babýlon hina miklu inn að skinninu. Edóm nútímans, kristni heimurinn, verður þurrkaður út af yfirborði jarðar „um aldur og ævi.“

[Mynd á blaðsíðu 122]

Kristni heimurinn hlýtur svipaðan dóm og Edómítar, afkomendur Esaús sem seldi frumburðarrétt sinn fyrir einn málsverð.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila