Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • pe kafli 7 bls. 69-75
  • Hvers vegna við erum hér

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvers vegna við erum hér
  • Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • ÞRÓUN EÐA SKÖPUN?
  • HVERNIG GUÐ SKAPAÐI MANNINN
  • HVERS VEGNA GUÐ SETTI MANNINN Á JÖRÐINA
  • HVERS VEGNA VIÐ HRÖRNUM OG DEYJUM
  • Hefur þú einhvern tíma hugleitt?
    Vaknið! – 1994
  • Jörðin verður að paradís
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
  • Guð skapaði fyrsta manninn og fyrstu konuna
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Hvers vegna veikist fólk?
    Lærum af kennaranum mikla
Sjá meira
Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
pe kafli 7 bls. 69-75

7. kafli

Hvers vegna við erum hér

1. Hvað hafa hugsandi menn ályktað?

MENN HAFA lengi velt fyrir sér hver sé tilgangur jarðlífsins. Þeir hafa horft á hinn stóra, stjörnumprýdda himin og dáðst að litríku sólsetri og fögru landslagi. Hugsandi menn hafa ályktað að einhver mikilfenglegur tilgangur hljóti að búa að baki þessu öllu, en oft hefur þeim fundist torskilið hvernig þeir falla inn í myndina. — Sálmur 8:4, 5.

2. Hvaða spurninga hafa menn spurt?

2 Einhvern tíma á ævinni spyrja flestir: Er okkur aðeins ætlað að lifa skamma stund, hafa út úr lífinu það sem við getum og síðan deyja? Hvert förum við eiginlega? Getum við vonast eftir einhverju meiru en hinni stuttu hringrás fæðingar, lífs og dauða? (Jobsbók 14:1, 2) Svarið við spurningunni: Hvernig komumst við hingað? mun hjálpa okkur að skilja þetta mál.

ÞRÓUN EÐA SKÖPUN?

3. Hvert er inntak þróunarkenningarinnar?

3 Víðast hvar er mönnum kennt að allt sem við sjáum hafi orðið til af sjálfu sér, af tilviljun eða vegna slyss. Sagt er að lífið hafi þróast um milljónir ára frá hinum óæðri lífsmyndum þar til maðurinn varð til. Víða er þróunarkenningin kennd eins og hún sé staðreynd. En er það rétt að við séum komin af veru, sem líktist apa, og lifði fyrir mörgum milljónum ára? Varð hinn mikli alheimur til af hreinni tilviljun?

4. Hvers vegna getum við trúað að ‚Guð hafi skapað himin og jörð‘?

4 Biblían segir: „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ (1. Mósebók 1:1) Og vísindalegar staðreyndir koma heim og saman við það að himinninn með sínum milljörðum stjarna, svo og jörðin, eigi sér upphaf. Þau voru sköpuð. Hreyfingar stjarna og reikistjarna eru svo reglubundnar að hægt er, jafnvel mörg ár fram í tímann, að ákvarða stöðu þeirra af fullkominni nákvæmni. Stjörnur og reikistjörnur hreyfast um alheiminn eftir lögum og reglum stærðfræðinnar. Prófessor í stærðfræði við Cambridge háskóla, P. Dirac, segir í tímaritinu Scientific American: „Við gætum kannski lýst þessu með því að segja að Guð sé mjög snjall stærðfræðingur, og að hann hafi notað afarflókna stærðfræði við myndun alheimsins.“

5. Hvernig sýnir líkami okkar að við erum sköpuð en höfum ekki þróast?

5 Biblían segir: „Vitið, að [Jehóva] er Guð, hann hefir skapað oss.“ (Sálmur 100:3) Mannslíkaminn ber vott um svo stórfenglega hönnun að biblíuritari einn fann sig knúinn til að segja við Guð: „Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, . . . Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, . . . Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína.“ (Sálmur 139:14-16) Vöxtur og þroski barns í kviði móður sinnar er stórfenglegur. Tímaritið Newsweek sagði um það: „Það er einfaldlega kraftaverk.“ Síðan bætti blaðið við: „Engin aðferð er kunn til að ákvarða með nákvæmni hin miklu tímamót þegar getnaður verður. Enginn vísindamaður getur skýrt hvaða undraöfl taka síðan við til að mynda líffærin og hin flóknu tauganet mannsfóstursins.“

6. Hvers vegna er skynsamlegt af okkur að trúa á sköpun frekar en þróun?

6 Leiddu hugann að hinum mikla alheimi, svo og líkama okkar sem er frábær að gerð og hönnun. Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur að þessir hlutir hafi ekki einfaldlega þróast eða orðið til af sjálfum sér. Þeir urðu að eiga sér hönnuð, skapara. Líttu á það sem við sjáum umhverfis okkur. Spyrðu sjálfan þig þegar þú situr heima í stofu hjá þér: Þróaðist skrifborðið mitt, lampinn, rúmið, stóllinn, borðið, veggirnir eða jafnvel sjálft húsið? Eða þurfti einhver að smíða það? Vitanlega þurfti skynsemigædda menn til að gera alla þessa hluti! Hvernig er þá hægt að segja að alheimurinn, sem er miklu flóknari, og við sjálf, höfum ekki þurft neinn hönnuð eða smið? Og ef Guð kom okkur fyrir hérna hlýtur hann að hafa haft ástæðu til þess.

7. (a) Hvernig sýndi Jesús að hann trúði á sköpun? (b) Hvað annað bendir til að Adam hafi í raun og veru verið til?

7 Jesús Kristur sagði sjálfur um fyrsta manninn og konuna: „Skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: ‚Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.‘“ (Matteus 19:4, 5) Jesús vitnaði hér í 1. Mósebók 1:27 og 2:24 um sköpun Adams og Evu. Með því benti hann á að þessi frásögn Biblíunnar væri sönn. (Jóhannes 17:17) Enn fremur kallar Biblían Enok ‚sjöunda mann frá Adam.‘ (Júdasarbréfið 14) Hafi Adam ekki verið raunveruleg persóna myndi Biblían ekki geta hans á þennan hátt. — Lúkas 3:37, 38.

8. Hvað kennir Biblían ekki um tilurð mannsins?

8 Sumir segja að Guð hafi beitt þróun við sköpun mannsins. Þeir segja að Guð hafi leyft manninum að þróast, og þegar hann hafi náð ákveðnu stigi hafi hann gefið honum sál. En þessi hugmynd á sér hvergi stoð í Biblíunni. Biblían segir öllu heldur að jurtir og dýr hafi verið sköpuð „eftir sinni tegund.“ (1. Mósebók 1:11, 21, 24) Og staðreyndir sýna að ein tegund jurta eða dýra þróast ekki með tímanum í aðra tegund. Nánari gögn til sönnunar því að við séum ekki afsprengi þróunar má finna í bókinni Lífið — varð það til við þróun eða sköpun?

HVERNIG GUÐ SKAPAÐI MANNINN

9. (a) Hvernig lýsir Biblían sköpun mannsins? (b) Hvað gerðist þegar Guð „blés lífsanda“ í nasir mannsins?

9 Guð skapaði manninn af jörðinni til að lifa á jörðinni eins og Biblían segir: „Þá myndaði [Jehóva] Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.“ (1. Mósebók 2:7) Af þessum orðum sjáum við að maðurinn var bein sköpun Guðs. Með sérstakri sköpunarathöfn myndaði Guð heila og fullgerða persónu. Þegar Guð blés „lífsanda“ í nasir mannsins fylltust lungu hans lofti. En meira gerðist á þeirri stundu. Með því gaf Guð mannslíkamanum líf. Þessum lífskrafti er viðhaldið með önduninni.

10. Hvað er mannssálin og hvernig var hún sköpuð?

10 Taktu samt sem áður eftir að Biblían segir ekki að Guð hafi gefið manninum sál. Hún segir þess í stað að eftir að Guð lét manninn byrja að anda hafi ‚maðurinn orðið lifandi sál.‘ Maðurinn var því sál alveg eins og maður, sem verður læknir, er læknir. (1. Korintubréf 15:45) ‚Leir jarðarinnar,‘ sem efnislíkaminn er myndaður af, er ekki sálin. Biblían segir ekki heldur að ‚lífsandinn‘ sé sálin. Biblían sýnir að þegar þetta tvennt kom saman varð það til þess að ‚maðurinn varð lifandi sál.‘

11. Hvaða staðreyndir um mannssálina sýna að hún getur ekki verið óáþreifanlegt fyrirbæri sem getur lifað aðskilið frá líkamanum?

11 Fyrst mannssálin er maðurinn sjálfur getur hún ekki verið eitthvert óáþreifanlegt fyrirbæri sem hefur búsetu í líkamanum eða getur yfirgefið hann. Einfaldlega sagt kennir Biblían að sál þín sé þú. Biblían talar til dæmis um að sálin geti neytt efnislegrar fæðu og segir: „Sálir yðar [skulu] gæða sér á feiti.“ (Jesaja 55:2) Hún talar líka um að sálir hafi blóð sem streymir um æðar þeirra því að hún talar um „blóðbletti sálna saklausra fátæklinga.“ — Jeremía 2:34, NW.

HVERS VEGNA GUÐ SETTI MANNINN Á JÖRÐINA

12. Hver var tilgangur Guðs með manninn á jörðinni?

12 Ekki var það ætlun Guðs að Adam og Eva skyldu deyja að nokkrum tíma liðnum og færast yfir á annað tilverusvið. Þau áttu að vera hér til að gæta jarðarinnar og allra lífvera á henni. Biblían segir: „Guð blessaði þau og Guð sagði við þau: ‚Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.‘“ (1. Mósebók 1:28; 2:15) Adam og Eva, svo og öll þau börn sem þau myndu eignast, hefðu getað notið hamingju á jörðinni að eilífu með því að gera það sem Guð vildi að þau gerðu.

13. (a) Hvernig getum við verið hamingjusöm? (b) Hvað mun gefa lífi okkar raunverulegt gildi?

13 Taktu eftir að „Guð blessaði þau.“ Honum var mjög annt um þessi jarðnesku börn sín, og þess vegna gaf hann þeim, eins og ástríkur faðir, fyrirmæli sem voru þeim til góðs. Þau hefðu getað orðið hamingjusöm með því að hlýða þeim. Jesús vissi það og sagði því síðar: „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ (Lúkas 11:28) Jesús hélt eða varðveitti orð Guðs. „Ég gjöri ætíð það sem honum þóknast,“ sagði hann. (Jóhannes 8:29) Hér er kominn lykillinn að því hvers vegna við erum hér. Við erum hér til að lifa auðugri, hamingjuríkri tilveru sem fæst með því að lifa í samræmi við vilja Guðs. Líf okkar mun fá raunverulegan tilgang ef við þjónum Jehóva. Og með því að gera það setjum við okkur í aðstöðu til að fá að lifa að eilífu í paradís á jörð. — Sálmur 37:11, 29.

HVERS VEGNA VIÐ HRÖRNUM OG DEYJUM

14. Hvað gerðu Adam og Eva með því að óhlýðnast boði Guðs?

14 En nú sem stendur hrörnum við öll og deyjum. Hvers vegna? Eins og bent var á í kaflanum hér á undan er það vegna uppreisnar Adams og Evu. Jehóva hafði lagt fyrir þau prófraun sem sýndi fram á nauðsyn þess að þau hlýddu Guði. Hann sagði við Adam: „Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta eftir vild, en af skilningstrénu góðs og ills mátt þú ekki eta, því að jafnskjótt og þú etur af því, skalt þú vissulega deyja.“ (1. Mósebók 2:16, 17) Með því að eta ávöxt þessa trés sneru Adam og Eva baki við himneskum föður sínum og höfnuðu handleiðslu hans. Þau óhlýðnuðust og tóku það sem þau áttu ekki. Þau hefðu getað lifað hamingjuríku lífi í paradís að eilífu án fátæktar eða þjáninga, en nú leiddu þau yfir sig laun syndarinnar. Þessi laun eru ófullkomleiki og dauði. — Rómverjabréfið 6:23.

15. Hvernig fengum við synd okkar frá Adam?

15 Veist þú hvernig við fengum synd okkar frá Adam? Eftir að Adam varð ófullkominn gaf hann öllum börnum sínum þennan ófullkomleika og dauða í arf. (Jobsbók 14:4; Rómverjabréfið 5:12) Til að hjálpa þér að skilja þetta skaltu íhuga hvað gerist þegar bakari bakar brauð í beygluðu formi. Beyglan mun koma fram á öllum þeim brauðum sem eru bökuð í forminu. Adam varð eins og þetta form og við erum eins og brauðið. Hann varð ófullkominn þegar hann braut lög Guðs; það var eins og hann hefði fengið beyglu. Þegar hann eignaðist börn fengu þau öll þessa sömu beyglu syndar eða ófullkomleika.

16, 17. Hvernig sýnir eitt af kraftaverkum Jesú að sjúkdómar mannkynsins stafa af synd?

16 Við veikjumst og hrörnum nú vegna syndarinnar sem við öll höfum fengið frá Adam. Eitt af kraftaverkunum, sem Jesús gerði, sýnir það. Einhverju sinni var Jesús að kenna á heimili þar sem hann dvaldist, og stór hópur þyrptist þar að svo að fleirum varð ekki komið inn í herbergið. Fjórir menn komu þangað með lamaðan mann á börum en sáu að þeir kæmust ekki inn fyrir. Þeir fóru því upp á þakið, rufu gat á það og létu börurnar með lamaða manninum síga niður rétt hjá Jesú.

17 Þegar Jesús sá hversu mikla trú þeir höfðu sagði hann við lamaða manninn: „Syndir þínar eru fyrirgefnar.“ En sumir viðstaddra voru ekki þeirrar skoðunar að Jesús gæti fyrirgefið syndir. Þess vegna sagði Jesús: „‚Til þess að þér vitið, að Mannssonurinn hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörðu, þá segi ég þér‘ — og nú talar hann við lama manninn: — ‚Statt upp, tak rekkju þína, og far heim til þín.‘ Hann stóð upp, tók jafnskjótt rekkjuna og gekk burt í allra augsýn.“ — Markús 2:1-12.

18. Hvers konar framtíðar geta þjónar Guðs hlakkað til?

18 Hugsaðu þér hvað þessi máttur Jesú getur þýtt fyrir okkur! Undir stjórn ríkis Guðs mun Kristur geta fyrirgefið syndir allra manna sem elska og þjóna Guði. Það merkir að allir kvillar, verkir og sjúkdómar munu hverfa. Enginn mun nokkru sinni þurfa að hrörna og deyja! Hvílík framtíðarvon! Já, sannarlega getum við vænst meira en aðeins að fæðast, lifa stutta stund og síðan deyja. Með því að halda áfram að læra um Guð og þjóna honum getum við í raun og veru lifað að eilífu í paradís á jörð.

[Mynd á blaðsíðu 69]

Margir velta fyrir sér tilgangi lífsins.

[Mynd á blaðsíðu 70]

Þróuðust þessir hlutir eða voru þeir smíðaðir?

[Mynd á blaðsíðu 75]

Frásögn Biblíunnar af því er Jesús læknaði lamaða manninn sýnir að fólk veikist vegna syndar Adams.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila