Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • rq kafli 16 bls. 31
  • Ákvörðun þín að þjóna Guði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ákvörðun þín að þjóna Guði
  • Hvers krefst Guð af okkur?
  • Svipað efni
  • Ert þú tilbúinn að láta skírast?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Skírn og samband þitt við Guð
    Hvað kennir Biblían?
  • Settu þér það mark að þjóna Guði að eilífu
    Þekking sem leiðir til eilífs lífs
  • Þið unga fólk – eruð þið tilbúin að skírast?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
Sjá meira
Hvers krefst Guð af okkur?
rq kafli 16 bls. 31

16. kafli

Ákvörðun þín að þjóna Guði

Hvað verður þú að gera til að verða vinur Guðs? (1, 2)

Hvernig vígir þú þig Guði? (1)

Hvenær ættir þú að skírast? (2)

Hvernig getur þú fengið styrk til að vera Guði alltaf trúr? (3)

1. Til að verða vinur Guðs verður þú að öðlast góða þekkingu á sannindum Biblíunnar (1. Tímóteusarbréf 2:3, 4), leggja trú á það sem þú hefur lært (Hebreabréfið 11:6), iðrast synda þinna (Postulasagan 17:30, 31) og snúa þér. (Postulasagan 3:19) Síðan ætti kærleikur þinn til Guðs að knýja þig til að vígja þig honum. Það merkir að í einkabæn til Guðs segir þú honum að þú gefist honum til að gera vilja hans. — Matteus 16:24; 22:37.

2. Eftir að þú hefur vígt þig Guði ættir þú að láta skírast. (Matteus 28:19, 20) Skírn gerir öllum kunnugt að þú hafir vígt þig Jehóva. Skírnin er þess vegna aðeins fyrir þá sem eru nógu gamlir til að ákveða að þjóna Guði. Þegar einhver er skírður ætti að dýfa öllum líkama hans niður í vatn eitt augnablik.a — Markús 1:9, 10; Postulasagan 8:36.

3. Þegar þú hefur vígt þig Jehóva væntir hann þess að þú standir við heit þitt. (Sálmur 50:14; Prédikarinn 5:4, 5) Djöfullinn reynir að stöðva þig í að þjóna Jehóva. (1. Pétursbréf 5:8) En notaðu bænina til að nálgast Guð. (Filippíbréfið 4:6, 7) Lestu í orði hans á hverjum degi. (Sálmur 1:1-3) Hafðu náið samband við söfnuðinn. (Hebreabréfið 13:17) Með því að gera allt þetta færð þú styrk til að vera Guði alltaf trúfastur. Á þann hátt getur þú um alla eilífð gert það sem Guð krefst af þér.

[Neðanmáls]

a  Til undirbúnings skírninni er mælt með að numin sé bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs, eða svipuð bók útgefin af Watch Tower Bible and Tract Society.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila