Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lr kafli 13 bls. 72-76
  • Lærisveinar Jesú

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Lærisveinar Jesú
  • Lærum af kennaranum mikla
  • Svipað efni
  • Fyrstu lærisveinar Jesú
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Postularnir valdir
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Jesús talar á fjallinu
    Biblíusögubókin mín
Lærum af kennaranum mikla
lr kafli 13 bls. 72-76

13. KAFLI

Lærisveinar Jesú

Hvaða maður er þetta og hvernig gerist hann lærisveinn Jesú?

HVER er besti þjónn Guðs sem lifað hefur? — Já, það er Jesús Kristur. Heldurðu að við getum verið eins og hann? — Biblían segir að hann hafi gefið okkur fordæmi til að líkja eftir. Og hann býður okkur að vera lærisveinar sínir.

Veistu hvað það þýðir að vera lærisveinn Jesú? — Það þýðir ýmislegt. Í fyrsta lagi verðum við að læra af honum. En það er ekki allt og sumt. Við verðum líka að trúa því sem hann segir. Ef við gerum það, þá hlýðum við honum.

Margir segjast trúa á Jesú. Heldurðu að þeir séu allir lærisveinar hans? — Nei, flestir þeirra eru það ekki. Þeir fara kannski í kirkju en margir þeirra hafa samt aldrei gefið sér tíma til að læra það sem Jesús kenndi. Þeir einir sem fylgja fordæmi Jesú eru lærisveinar hans.

Við skulum ræða aðeins um nokkra sem voru lærisveinar Jesú þegar hann var maður á jörðinni. Filippus er einn sá fyrsti sem gerist lærisveinn hans. Hann leitar uppi vin sinn Natanael (líka kallaður Bartólómeus) sem situr undir trénu hérna á myndinni. ,Hér er heiðarlegur maður, sannur Ísraelíti,‘ segir Jesús þegar Natanael kemur til hans. Natanael er hissa og spyr: ,Hvernig þekkir þú mig?‘

Hverjum er Jesús að bjóða að vera lærisveinar sínir?

„Ég sá þig undir fíkjutrénu, áður en Filippus kallaði á þig,“ segir Jesús. Natanael er undrandi á því að Jesús skuli hafa vitað nákvæmlega hvar hann var. Þess vegna segir hann: „Þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels.“ — Jóhannes 1:49.

Júdas Ískaríot, Júdas (líka kallaður Taddeus), Símon

Aðrir höfðu gerst lærisveinar Jesú degi á undan Filippusi og Natanael. Það voru bræðurnir Andrés og Pétur og líka Jóhannes og sennilega Jakob, bróðir hans. (Jóhannes 1:35-51) Mennirnir fjórir snúa sér samt aftur að fiskveiðum stuttu seinna. En dag einn er Jesús að ganga á strönd Galíleuvatns og sér Pétur og Andrés kasta fiskineti í vatnið. Hann kallar til þeirra: „Komið og fylgið mér.“

Jakob (Alfeusson), Tómas, Matteus

Jesús gengur spölkorn lengra og sér þá Jakob og Jóhannes. Þeir sitja í báti með föður sínum og eru að gera við fiskinet. Jesús kallar á þá og segir þeim líka að fylgja sér. Hvað hefðir þú gert í þeirra sporum? Hefðir þú fylgt Jesú þegar í stað? — Þessir menn vita hver Jesús er. Þeir vita að hann er sendur af Guði. Þess vegna hætta þeir að vinna sem fiskimenn og fylgja honum tafarlaust. — Matteus 4:18-22.

Natanael, Filippus, Jóhannes

Gerðu þessir menn alltaf það sem er rétt eftir að þeir urðu fylgjendur Jesú? — Nei, eins og þú manst kannski rifust þeir jafnvel um það hver þeirra væri mestur. En þeir hlustuðu á Jesú og voru fúsir til að breyta sér. Við getum líka orðið lærisveinar Jesú ef við erum fús til að breyta okkur.

Jakob (bróðir Jóhannesar), Andrés, Pétur

Jesús bauð alls konar fólki að verða lærisveinar sínir. Einu sinni kom ungur og ríkur höfðingi til hans og spurði hvað hann þyrfti að gera til að fá eilíft líf. Ríki höfðinginn sagðist hafa haldið boðorð Guðs frá barnæsku og Jesús bauð honum þá að fylgja sér. Veistu hvað gerðist þá? —

Maðurinn varð mjög sorgmæddur þegar hann skildi að það ætti að vera honum meira virði að vera lærisveinn Jesú en að vera ríkur. Hann elskaði peningana sína meira en Guð og gerðist þess vegna ekki lærisveinn Jesú. — Lúkas 18:18-25.

Þegar Jesús var búinn að prédika í næstum eitt og hálft ár valdi hann 12 menn úr hópi lærisveinanna til að vera postular. Postularnir voru menn sem Jesús sendi til að vinna sérstök verkefni. Veistu hvað þeir hétu? — Við skulum athuga hvort við getum lært nöfn þeirra. Skoðaðu myndirnar af þeim á næstu blaðsíðu og reyndu að segja nöfnin. Reyndu síðan að læra þau utan að.

Hvaða konur hjálpuðu Jesú á boðunarferðum hans?

Að lokum snerist einn postulinn á móti Jesú. Það var Júdas Ískaríot. Eftir það var annar lærisveinn valinn til að vera postuli. Veistu hvað hann hét? — Hann hét Mattías. Seinna urðu Páll og Barnabas líka postular en þeir voru ekki taldir með postulunum 12. — Postulasagan 1:23-26; 14:14.

Eins og við lærðum í 1. kafla bókarinnar hafði Jesús áhuga á börnum. Af hverju? — Af því að hann vissi að þau gætu líka orðið lærisveinar hans. Stundum geta börn jafnvel sagt þannig frá að fullorðið fólk hlustar og vill vita meira um kennarann mikla.

Margar konur gerðust líka lærisveinar Jesú. Sumar þeirra, eins og María Magdalena, Jóhanna og Súsanna, ferðuðust með honum þegar hann fór í boðunarferðir til annarra borga. Þær hafa ef til vill hjálpað til við að elda matinn fyrir hann og þvo fötin hans. — Lúkas 8:1-3.

Vilt þú verða lærisveinn Jesú? — Mundu að það er ekki nóg að segjast vera lærisveinn hans. Við verðum líka að hegða okkur eins og lærisveinar hans hvar sem við erum, ekki bara á samkomum. Hvar heldurðu að það sé mikilvægt að hegða sér eins og lærisveinn Jesú? —

Já, það er mikilvægt þegar við erum heima hjá okkur. En það er líka mikilvægt að hegða sér vel í skólanum. Gleymum ekki að ef við viljum vera sannir lærisveinar Jesú verðum við alltaf að hegða okkur eins og hann, hvar sem við erum.

Hvar er mikilvægt að við hegðum okkur eins og lærisveinar Jesú?

Lesið saman það sem Biblían segir um lærisveina Jesú í Matteusi 28:19, 20; Lúkasi 6:13-16; Jóhannesi 8:31, 32; 1. Pétursbréfi 2:21.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila