Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • bh bls. 221-bls. 222 gr. 2
  • Fæddist Jesús í desember?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fæddist Jesús í desember?
  • Hvað kennir Biblían?
  • Svipað efni
  • Fæðing Jesú — hvar og hvenær?
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Hvenær fæddist Jesús?
    Biblíuspurningar og svör
  • Hvað má læra af frásögunni um fæðingu Jesú?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
Hvað kennir Biblían?
bh bls. 221-bls. 222 gr. 2

VIÐAUKI

Fæddist Jesús í desember?

BIBLÍAN tiltekur ekki hvenær Jesús fæddist. Hún gefur okkur þó ærna ástæðu til að álykta að það hafi ekki verið í desember.

Við skulum kanna hvernig veðurfar var á þeim árstíma í Betlehem þar sem Jesús fæddist. Mánuðurinn kislev samkvæmt almanaki Gyðinga (samsvarar nóvember-desember) var kaldur og rigningasamur. Á eftir honum kom tebet-mánuður (desember-janúar) en þá var kaldast í veðri þar um slóðir og snjóaði stundum á hálendi. Athugum hvað Biblían segir um veðurfar á þessu svæði.

Hjá biblíuritaranum Esra kemur fram að kalsaveður og rigningar hafi verið tíðar í kislev-mánuði. Esra segir að mannfjöldi hafi safnast saman í Jerúsalem „í níunda mánuðinum [kislev], á tuttugasta degi mánaðarins“ og nefnir síðan að fólkið hafi verið „skjálfandi . . . af því að stórrigning var“. Fólkið sagði sjálft um veðrið á þessum árstíma að þetta væri „rigningatími, svo að vér getum ekki staðið úti“. (Esrabók 10:9, 13; Jeremía 36:22) Skiljanlegt er að fjárhirðar í þessum heimshluta hafi ekki verið úti undir berum himni með fénað sinn að næturlagi í desember.

Í Biblíunni kemur hins vegar fram að nóttina, sem Jesús fæddist, hafi fjárhirðar verið með fénað sinn úti í haga í grennd við Betlehem. Biblíuritarinn Lúkas segir: „Í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar“. (Lúkas 2:8-12) Fjárhirðarnir voru ekki bara á ferð með hjarðir sínar úti undir berum himni að degi til heldur líka að nóttu til. Ætli menn hafi verið utan dyra allan sólarhringinn í grennd við Betlehem í kalsaveðri og rigningatíð í desembermánuði? Nei, af þessari lýsingu má því ráða að Jesús hafi ekki fæðst í desember.a

Orð Guðs tiltekur nákvæmlega hvenær Jesús dó en gefur litlar beinar vísbendingar um það hvenær hann fæddist. Þetta minnir á orð Salómons konungs sem sagði: „Betra er gott mannorð en góð ilmsmyrsl og dauðadagur betri en fæðingardagur.“ (Prédikarinn 7:1) Það er því ósköp eðlilegt að Biblían skuli gefa miklar upplýsingar um þjónustu Jesú og dauða en segi fátt um fæðingartíma hans.

Shepherds in the fields with their flocks at night near Bethlehem

Fjárhirðar voru úti í haga með fénað sinn að nóttu til þegar Jesús fæddist.

a Nánari upplýsingar er að finna á bls. 176-79 í bókinni Reasoning From the Scriptures, gefin út af Vottum Jehóva.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila