Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • yp2 kafli 13 bls. 114-120
  • Hvernig get ég staðið mig betur í skóla?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig get ég staðið mig betur í skóla?
  • Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hjálp með heimalærdóminn
  • Að ryðja veginn
  • Hvernig get ég klárað heimavinnuna?
    Ungt fólk spyr
  • Hvernig get ég gefið mér meiri tíma til að læra heima?
    Vaknið! – 2004
  • Ætti ég að hætta í skóla?
    Vaknið! – 2011
  • Hvað get ég gert ef mér gengur illa í skóla?
    Ungt fólk spyr
Sjá meira
Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
yp2 kafli 13 bls. 114-120

KAFLI 13

Hvernig get ég staðið mig betur í skóla?

ÍMYNDAÐU þér að þú sért í dimmum, þéttum frumskógi. Háar trjákrónurnar skyggja bókstaflega á allt sólarljós. Þú getur varla hreyft þig innan um þéttan gróðurinn. Til að komast út úr skóginum verðurðu að ryðja veginn með sveðju.

Sumir myndu segja að þetta dæmi lýsi vel hvernig það er að ganga í skóla. Maður er lokaður inni í skólastofu allan daginn og á kvöldin situr maður fastur yfir heimalærdómi í fleiri klukkustundir. Líður þér svona? Skrifaðu á línuna hér fyrir neðan það fag sem þér finnst erfiðast.

․․․․․

Kannski hafa foreldrar þínir og kennarar hvatt þig til að leggja þig meira fram í þessu fagi. Ef svo er, þá eru þau ekki að reyna að gera þér lífið leitt! Þau vilja bara að þú gerir þitt besta. En hvað geturðu gert ef þrýstingur þeirra dregur úr þér kjark? Þú getur rutt veginn í gegnum frumskóginn ef þú hefur réttu verkfærin. Hver eru þau?

● 1. verkfæri: Heilbrigt viðhorf til lærdóms. Það er erfitt að leggja sig fram í námi og standa sig vel ef maður hefur neikvætt viðhorf til lærdóms. Reyndu því að sjá heildarmyndina. Páll postuli segir að „sá sem plægir og sá sem þreskir eigi að gera það með von um hlutdeild í uppskerunni“. — 1. Korintubréf 9:10.

Það er ekki alltaf auðvelt að sjá gagnið af því að „plægja“ í gegnum viss fög. Af hverju ekki? Af því að námsefnið virðist kannski ekki alltaf vera gagnlegt — að minnsta kosti ekki eins og er. En þrátt fyrir það mun fjölbreytt menntun auka skilning þinn á umheiminum. Hún hjálpar þér að vera „öllum allt“ og eiga auðveldara með að tala við fólk af mismunandi uppruna. (1. Korintubréf 9:22) Góð menntun kennir þér að minnsta kosti að rökhugsa — og það er hæfileiki sem á eftir að nýtast þér vel á lífsleiðinni.

● 2. verkfæri: Jákvæð sýn á eigin hæfni. Skólinn getur opinberað leynda hæfileika þína. Í bréfi til Tímóteusar hvatti Páll hann til að ,glæða hjá sér þá náðargjöf sem Guð gaf honum‘. (2. Tímóteusarbréf 1:6) Tímóteus hafði greinilega fengið sérstakt þjónustuverkefni í kristna söfnuðinum. En hann þurfti að virkja þá hæfileika — eða „náðargjöf“ — sem hann hafði fengið frá Guði svo að þeir nýttust og færu ekki til spillis. Að sjálfsögðu færðu ekki námsgáfur þínar beint frá Guði. En þrátt fyrir það hefur þú sérstaka hæfni sem einkennir þig. Skólinn getur hjálpað þér að finna hæfileika sem þú vissir ekki að þú hefðir og vinna í þeim.

Gerðu ekki þau mistök að halda að þú hafir enga möguleika á að bæta þig. Þegar neikvæðar hugsanir sækja á þig skaltu frekar reyna að hugsa jákvætt um eigin hæfni. Þegar fólk gagnrýndi mælsku Páls, kannski án þess að hafa tilefni til, svaraði hann: „Þótt mig bresti mælsku brestur mig samt ekki þekkingu.“ (2. Korintubréf 10:10; 11:6) Páll þekkti veikleika sína. En hann vissi líka hverjar væru hans sterku hliðar.

Hvað um þig? Hverjar eru þínar sterku hliðar? Ef þér dettur ekkert í hug væri gott að spyrja einhvern fullorðinn sem þykir vænt um þig. Slíkur vinur getur hjálpað þér að koma auga á styrkleika þína og nýta þá sem best.

● 3. verkfæri: Góðar námsvenjur. Þú getur ekki stytt þér leið í gengum námið ef þú vilt ná árangri. Fyrr eða síðar verðurðu að læra. Það getur vel verið að þetta orð hljómi ekki vel í eyrum þínum. En nám er gagnlegt. Og ef þú leggur þig svolítið fram gæti þér jafnvel fundist það skemmtilegt.

Ef þú vilt tileinka þér góðar námsvenjur verðurðu að skipuleggja tímann. Mundu að á meðan þú ert í skóla ætti námið að hafa forgang. Vissulega segir í Biblíunni: „Að hlæja hefur sinn tíma . . . og að dansa hefur sinn tíma.“ (Prédikarinn 3:1, 4; 11:9) Eins og flestir unglingar viltu líklega hafa einhvern tíma fyrir afþreyingu.a En í Prédikaranum 11:4 er að finna þessa viðvörun: „Sá sem sífellt gáir að vindinum sáir ekki og sá sem sífellt horfir á skýin uppsker ekki.“ Hver er lærdómurinn? Læra fyrst, leika svo. Hafðu ekki áhyggjur — þú getur fundið tíma fyrir hvort tveggja!

Hjálp með heimalærdóminn

En hvað ef þú ert hreinlega að drukkna í heimalærdómi? Kannski líður þér eins og Söndru sem er 17 ára en hún sagði: „Ég eyði um tveim til þrem tímum á hverjum degi í heimavinnu, líka um helgar.“ Hvernig geturðu höndlað álagið? Prófaðu tillögurnar á bls. 119.

Að ryðja veginn

Þegar Páll gaf Tímóteusi ráð um það hvernig hann gæti tekið framförum í trúnni sagði hann: „Stunda þetta, ver allur í þessu til þess að framför þín sé öllum augljós.“ (1. Tímóteusarbréf 4:15) Hið sama má segja um skólanám. Ef þú leggur þig fram verða framfarirnar augljósar.

Hugsaðu um líkinguna í byrjun kaflans. Til að ryðja veginn út úr þéttum frumskógi þarftu rétt verkfæri — sveðju. Hið sama mætti segja um skólann. Í stað þess að láta kröfur foreldra þinna og kennara draga úr þér kjarkinn skaltu nota verkfærin þrjú sem við höfum rætt um í þessum kafla til að ná árangri í náminu. Þú sérð ekki eftir því þegar þú uppgötvar að þér fer að ganga betur í skólanum!

LESTU MEIRA UM ÞETTA EFNI Í KAFLA 18 Í 1. BINDI BÓKARINNAR

Í NÆSTA KAFLA

Ofan á allt annað verðurðu fyrir einelti í skóla. Hvað geturðu gert í málinu?

[Neðanmáls]

a Nánari umfjöllun um afþreyingu er að finna í 8. hluta þessarar bókar.

LYKILRITNINGARSTAÐUR

„Sá sem sífellt gáir að vindinum sáir ekki og sá sem sífellt horfir á skýin uppsker ekki.“ — Prédikarinn 11:4.

RÁÐ

Þegar þú lærir heima skaltu fyrst skima yfir efnið til að vita um hvað það fjallar. Búðu næst til spurningar byggðar á millifyrirsögnum. Lestu síðan efnið og leitaðu að svörunum. Að lokum skaltu athuga hvort þú getir munað það sem þú last.

VISSIR ÞÚ . . .?

Ef þú svindlar geturðu bæði glatað trausti annarra og hindrað framfarir þínar í námi. Umfram allt skaðarðu samband þitt við Guð. — Orðskviðirnir 11:1.

HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ GERA?

Í næstu prófum vil ég fá ․․․․․ í einkunni í eftirfarandi fagi: ․․․․․

Ég ætla að reyna að bæta mig í þessu fagi með því að ․․․․․

Það sem mig langar til að spyrja foreldra mína um ․․․․․

HVAÐ FINNST ÞÉR?

● Af hverju ættirðu að leggja þig fram í skóla?

● Hvenær er best fyrir þig að gera heimavinnuna?

● Hver er besti staðurinn á heimilinu til að læra heima?

● Hvernig geturðu komið í veg fyrir að áhugamál og afþreying trufli skólanámið?

[Innskot á bls. 117]

„Ég tek eftir þessu hjá öðrum unglingum á mínum aldri. Námsvenjur þeirra í skólanum smituðu andlegar námsvenjur þeirra. Þeim sem fannst leiðinlegt að læra í skóla höfðu ekki heldur mikinn áhuga á sjálfsnámi í Biblíunni.“ — Silvía

[Rammi/mynd á bls. 119]

Finndu góðan stað til að læra heima. Þetta ætti að vera staður þar sem þú ert laus við truflanir. Notaðu skrifborð ef það er mögulegt. Hafðu ekki kveikt á sjónvarpinu.

Forgangsraðaðu rétt. Þar sem skólanámið er mikilvægt skaltu hafa það fyrir reglu að kveikja ekki á sjónvarpinu fyrr en heimalærdómurinn er búinn.

Frestaðu ekki heimalærdómi. Ákveddu hvenær þú ætlar að gera heimavinnuna og haltu þig við þá áætlun.

Skipuleggðu þig. Ákveddu hvaða verkefni þú ætlar að vinna fyrst, hvað næst og svo framvegis. Skrifaðu þetta niður og ákveddu hvað má fara mikill tími í hvert verkefni. Krossaðu við verkefnin þegar þeim er lokið.

Taktu þér hlé. Ef þú finnur að þú ert að missa einbeitinguna skaltu taka þér stutt hlé. En farðu aftur að sinna heimanáminu eins fljótt og þú getur.

Hafðu trú á þér. Mundu að munurinn á góðum námsmanni og lélegum hefur yfirleitt meira að gera með ástundun en gáfur. Þú getur staðið þig vel í skóla. Leggðu þig fram og þá nærðu góðum árangri.

[Mynd á bls. 116]

Að komast í gegnum skólann getur verið eins og að ryðja veg í gegnum þéttan frumskóg — en hvort tveggja er mögulegt ef maður hefur réttu verkfærin.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila