Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • yp2 kafli 26 bls. 218-224
  • Hvernig get ég haft stjórn á tilfinningum mínum?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig get ég haft stjórn á tilfinningum mínum?
  • Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Að takast á við reiði
  • Að takast á við depurð
  • Hvernig get ég haft stjórn á tilfinningum mínum?
    Ungt fólk spyr
  • Pössum við saman?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Hvernig get ég varið trú mína á Guð?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Eyðing Sódómu og Gómorru
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Sjá meira
Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
yp2 kafli 26 bls. 218-224

KAFLI 26

Hvernig get ég haft stjórn á tilfinningum mínum?

HVAÐ finnst þér — er eldur góður eða slæmur? Þú myndir örugglega segja að það fari eftir aðstæðum. Á köldum vetrarkvöldum getur verið notalegt að kveikja upp í arninum. Það er gott. En ef ekki er fylgst með eldinum geta logarnir dreift úr sér á skömmum tíma og eyðilagt allt húsið. Það er slæmt.

Þetta er svipað með tilfinningarnar. Ef þú nærð að hafa stjórn á þeim geta þær hjálpað þér að styrkja sambandið við vini þína. En ef þú getur ekki haldið tilfinningunum í skefjum geta þær valdið skaða — bæði þér og þeim sem þú umgengst.

Kannski líður þér stundum eins og að tilfinningar líkt og reiði eða depurð séu að yfirbuga þig. Hvernig geturðu haft stjórn á þeim? Skoðum það nánar.

Að takast á við reiði

Það er ekki auðvelt að takast á við sársaukann og kvölina sem maður upplifir þegar maður verður fyrir óréttlæti. Sumt fólk missir stjórn á sér við slíkar aðstæður. Biblían segir að sumir séu ,reiðigjarnir‘ og ,skapbráðir‘. (Orðskviðirnir 22:24; 29:22) Ekki halda að þetta sé léttvægt mál. Óheft reiði getur fengið þig til að gera eitthvað sem þú sérð eftir seinna. En hvernig geturðu haft stjórn á tilfinningum þínum þegar komið er illa fram við þig?

Fyrst skaltu líta hlutlaust á það sem gerðist og athuga hvort þú getir leitt það hjá þér.a (Sálmur 4:5) Mundu að með því að gjalda „illt með illu“ gerirðu málið bara verra en það er. (1. Þessaloníkubréf 5:15) Eftir að hafa hugsað málið og talað um það við Jehóva í bæn kemstu kannski að því að þú getur látið af reiðinni. Og þegar þú hefur gert það hefur reiðin ekki eins mikil tök á þér. — Sálmur 37:8.

En hvað ef þú ert enn þá reið(ur) yfir því sem gerðist? Biblían segir: „Að þegja hefur sinn tíma og að tala hefur sinn tíma.“ (Prédikarinn 3:7) Geturðu talað við þann sem særði þig? Ef það er ekki ráðlegt gæti verið gott að segja foreldrum þínum eða þroskuðum vini hvernig þér líður. Ef einhver er að hrella þig af ásettu ráði skaltu gera þitt besta til að koma vel fram við þennan einstakling. Notaðu eyðublaðið á bls. 221 til að hugleiða hvernig þú gætir brugðist við í stað þess að gera eitthvað í fljótfærni eins og þú hefur kannski gert hingað til.

Umfram allt skaltu tala við Jehóva í bæn og biðja hann um að hjálpa þér að ala ekki á gremju í garð þess sem særði þig. Mundu að þótt þú getir ekki breytt því sem gerðist geturðu breytt viðbrögðum þínum. Ef þú leyfir þér að fyllast gremju og reiði verðurðu jafn hjálparlaus og fiskur sem er fastur í öngli. Þá leyfirðu einhverjum öðrum að stjórna hugsunum þínum og tilfinningum. Myndirðu ekki frekar vilja að það værir þú sem hefðir stjórnina? — Rómverjabréfið 12:19.

Að takast á við depurð

„Undanfarið hef ég verið niðurdregin og mjög gagnrýnin á sjálfa mig,“ segir Lára sem er 16 ára. „Ég hef enga gleði af lífinu og ég græt mig í svefn.“ Mörgum unglingum líður eins og Láru og finnst álag lífsins vera yfirþyrmandi. Hvað um þig? Kröfur foreldranna, vina og kennara; líkamlegar og tilfinningalegar breytingar gelgjuáranna; eða sú tilfinning að maður sé misheppnaður vegna minniháttar mistaka — allt getur þetta orðið til þess að þér líði illa.

Sumt ungt fólk fer jafnvel að stunda sjálfsmeiðingar til að fá útrás fyrir vanlíðan sína.b Ef þú hefur gert það að vana þínum skaltu reyna að komast að því hvers vegna þú gerir þetta. Þeir sem skaða sjálfa sig gera það oft til að takast á við álag. Er eitthvað — kannski tengt fjölskyldunni eða vinum — sem veldur þér áhyggjum?

Ein besta leiðin til takast á við erfiðar tilfinningar er að tala við foreldri eða þroskaðan vin í söfnuðinum sem gæti ,reynst eins og bróðir í andstreymi‘. (Orðskviðirnir 17:17) Liliana, 16 ára, ákvað að tala við þroskaðar systur í söfnuðinum. „Þar sem þær eru eldri en ég gátu þær gefið mér viturleg ráð,“ segir hún. „Þær eru orðnar góðar vinkonur mínar.“c Dana, 15 ára, segir að það hafi veitt henni ákveðna huggun að taka meiri þátt í boðunarstarfinu. „Það var það besta sem ég gat gert,“ segir hún. „Þetta var í raun gleðilegasti tími lífs míns.“

Umfram allt skaltu ekki hætta að biðja til Jehóva ef þú ert niðurdregin(n) og þér líður illa. Sálmaritarinn Davíð var ekki ókunnugur erfiðleikum og hann skrifaði: „Varpa áhyggjum þínum á Drottin.“ (Sálmur 55:23) Jehóva veit hvernig þér líður. Og það sem meira er þá „ber [hann] umhyggju fyrir“ þér. (1. Pétursbréf 5:7) Ef hjartað dæmir þig skaltu muna að „Guð er meiri en hjarta okkar og þekkir allt“. (1. Jóhannesarbréf 3:20) Hann skilur jafnvel betur en þú af hverju þér líður illa og hann getur gert byrði þína léttari.

Ef þú heldur áfram að finna fyrir depurð gæti verið að þú eigir við heilsuvandamál að stríða, til dæmis þunglyndi.d Ef svo er væri gott að fara til læknis. Að leiða slíkt hjá sér væri eins og að hækka í útvarpinu í bílnum til að yfirgnæfa skrítið hljóð í vélinni. Það er miklu betra að taka á vandamálinu. Og það er engin ástæða til að skammast sín fyrir veikindin. Mörgum unglingum, sem glíma við þunglyndi eða önnur svipuð veikindi, líður betur eftir að hafa fengið aðstoð fagfólks.

Mundu að tilfinningar eru eins og eldur. Þær eru gagnlegar þegar við höfum stjórn á þeim en skaðlegar þegar við setjum þeim engin höft. Gerðu þitt besta til að hafa hemil á tilfinningum þínum. Þú getur samt reiknað með að eiga eftir að segja eða gera eitthvað sem þú sérð eftir seinna. En sýndu þolinmæði. Með tímanum muntu læra að hafa stjórn á tilfinningunum þannig að þær stjórni þér ekki.

Í NÆSTA KAFLA

Ertu með fullkomnunaráráttu? Hvernig geturðu þá lært að takast á við mistök?

[Neðanmáls]

a Ef verið er að leggja þig í einelti skaltu skoða tillögurnar í 14. kafla um hvernig sé hægt að taka á því. En ef það er vinur, sem hefur sært þig, gætirðu nýtt þér upplýsingarnar í 10. kafla.

b Þeir sem stunda sjálfsmeiðingar valda sjálfum sér skaða með ýmsum hætti, eins og með því að skera sig, brenna, merja eða klóra.

c Ef þú getur ekki hugsað þér að tala við einhvern augliti til auglitis gætirðu skrifað bréf eða notað símann. Fyrsta skrefið í átt að bata er oft að trúa einhverjum fyrir því hvernig manni líður.

d Nánari upplýsingar um þunglyndi má finna í 13. kafla í 1. bindi bókarinnar.

LYKILRITNINGARSTAÐUR

„Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu.“ — Rómverjabréfið 12:21.

RÁÐ

Segðu foreldrum þínum á hverjum degi frá einhverju jákvæðu sem gerðist hjá þér — jafnvel þótt það sé eitthvað smávægilegt. Þá verður auðveldara fyrir þig að tala við þau þegar alvarlegt vandamál kemur upp. Og þá hlusta þau líka frekar á þig.

VISSIR ÞÚ . . .?

Ef þú færð ekki nægan svefn og næringu áttu erfiðara með að takast á við tilfinningar þínar.

HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ GERA?

Þær neikvæðu tilfinningar, sem mér finnst erfiðast að takast á við, eru ․․․․․

Ég ætla að takast á við þessar neikvæðu tilfinningar með því að ․․․․․

Það sem mig langar til að spyrja foreldra mína um ․․․․․

HVAÐ FINNST ÞÉR?

● Af hverju hefur Guð vanþóknun á stjórnlausri reiði?

● Hvernig getur það skaðað þig ef þú reiðist auðveldlega?

● Hvað geturðu meðal annars gert til að takast á við depurð?

[Innskot á bls. 223]

„Það sem skipti mig mestu máli var að vita að einhverjum þótti vænt um mig, að ég gæti talað við einhvern þegar allt virtist ömurlegt.“ — Jennifer

[Tafla/myndir á bls. 221]

Vinnublað

Hafðu stjórn á reiðinni

Fylltu í eyðurnar

Atburður

Skólafélagi gerir grín að mér

Fljótfærnisleg

Svara í sömu mynt

Betri viðbrögð

Hunsa það sem sagt var og sýna honum að hann getur ekki ögrað mér

Atburður

Systir mín fær „lánaða“ uppáhaldsskóna mína án þess að spyrja um leyfi

Fljótfærnisleg

Hefna mín með því að fá eitthvað „lánað“ hjá henni

Betri viðbrögð

․․․․․

Atburður

Foreldrar mínir banna mér að fara út

Fljótfærnisleg

․․․․․

Betri viðbrögð

․․․․․

[Mynd á bls. 220]

Sá sem elur með sér gremju er eins og fiskur fastur í öngli — báðir stjórnast af einhverjum öðrum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila