Söngur 8
Kvöldmáltíð Drottins
Prentuð útgáfa
1. Ó, Jehóva himnanna herra,
nú heilaga höldum við stund.
Forðum gátu menn séð að þín réttvísi réð,
þín ráðspeki, elska og völd.
Þín eignarþjóð át páskalambið
og Ísrael hjálpræði sá.
Þegar úthellt Krists blóð reyndist öllum fórn góð
var það uppfylling á þeirri spá.
2. Nú er okkur safnað hér saman,
lík sauðum í hjörð þér við hlið.
Og við hyllum ást þá er Krist himni gaf frá,
þitt heilaga nafn tignum við.
Með Jesú í huga þá hátíð
við höldum og minnumst hans hér.
Ætíð fótspor hans í trúföst fetum við því,
lífið fáum þá eilíft frá þér.
(Sjá einnig Lúk. 22:14-20; 1. Kor. 11:23-26.)