Söngur 55
Loksins eilíft líf
Prentuð útgáfa
1. Sjáðu þá sjón fyrir þér,
samlynt mannkynið dvelur.
Loks sjáum við ljúfan frið,
líf sem er laust við kvöl.
(VIÐLAG)
Syngdu af hjarta hátt!
Hlut getur í því átt.
Syngdu þann dag sigurlag:
„Sjá, loksins eilíft líf.“
2. Aldraðir yngjast á ný,
æskuþrótt fær þá holdið.
Áhyggjur þá engan hrjá,
óttalaus verðum við.
(VIÐLAG)
Syngdu af hjarta hátt!
Hlut getur í því átt.
Syngdu þann dag sigurlag:
„Sjá, loksins eilíft líf.“
3. Paradís unaðar í
allir lofsyngja Guði.
Fyrir allt þá þiggja má
þakklæti skaparinn.
(VIÐLAG)
Syngdu af hjarta hátt!
Hlut getur í því átt.
Syngdu þann dag sigurlag:
„Sjá, loksins eilíft líf.“
(Sjá einnig Job. 33:25; Sálm. 72:7; Opinb. 21:4.)