Söngur 37
Ritningin er innblásin
Prentuð útgáfa
1. Orð Guðs líkist ljósagnótt,
leiðir menn um dimma nótt.
Ef við fylgjum nú fræðslu hans
frelsi við öðlumst sannleikans.
2. Drottins orð er innblásið,
ögun þess öll þurfum við.
Leiðréttingu það miðla mun
mönnum sem þrá Guðs umvöndun.
3. Orð Guðs kemur ofan að,
elsku Drottins kennir það.
Nám í því getur visku veitt,
veginn til lífsins okkur leitt.
(Sjá einnig Sálm. 119:105; Orðskv. 4:13.)