Söngur 110
Undursamleg verk Guðs
Prentuð útgáfa
1. Þú veist hvort sef ég eða vaki,
þú þekkir vegu mína mætavel.
Þú kannar hug minn, tilhneigingar hjartans,
og skoðar hugrenningar,
orðin mín og þel.
Og eins er ég varð til í leyndum,
þá bein mín aldrei duldust þinni sjón.
Þú sást mig þegar ómyndað var efni,
þú birtir undursamleg verk
þín hverjum þjón.
Þín þekking mikil undursamleg er mér,
það veit ég innra að þú veitir svar.
Ef ótti myrkurs umlykti mig allan,
þinn góði andi fyndi mig fljótt þar.
Hvar get ég falist fyrir Guði?
Hvert gæti flúið augliti hans frá?
Það veit ég, hvorki himna til, né helju,
né ysta hafs, hann er mér öllum stundum hjá.
(Sjá einnig Sálm. 66:3; 94:19; Jer. 17:10.)