Söngur 59
Við erum vígð Guði
Prentuð útgáfa
1. Til Krists okkur laðar Guð sem ljós sannleiks gaf.
Við lifum því honum héðan af.
Ljósið helga himni frá
skinið hefur jörðu á,
trúna aukið okkur hjá,
við afneitum glöð okkur þá.
(VIÐLAG)
Við vígð erum Jehóva, það játum í trú,
í Jesú og Guði við fögnum nú.
2. Við lofuðum Jehóva í bæn okkar blíð,
svo bljúg honum hlýðum alla tíð.
Glöð við deilum friðarfrétt,
nálgumst fólk úr hverri stétt,
nafn Guðs blessað berum rétt
og boðum nú ríki Guðs sett.
(VIÐLAG)
Við vígð erum Jehóva, það játum í trú,
í Jesú og Guði við fögnum nú.
(Sjá einnig Sálm. 43:3; 107:22; Jóh. 6:44.)