Söngur 74
Gleði Jehóva
1. Táknin um ríkið, tíma okkar marka,
tölum um þau og stöndum vörð.
Lausn er í nánd og lyftið því upp höfðum,
líður að frelsun hér á jörð.
(VIÐLAG)
Nú Jehóva gefur okkur gleði
og glöð við hrópum hátt í söng.
Í voninni fögnum, þakklát verum öll,
Drottinn vegsömum við dægrin löng.
Því Jehóva gefur okkur gleði
og glöð við prédikum nafn hans.
Með stöðugri hollustu við styðjum Guð,
glaðir starfa þjónar skaparans
2. Allir þeir menn sem elska Guð og leita
óttast ei því hann sterkur er.
Standið nú upp og styrkum rómi hrópið,
stefið í gleðisöngvum hér.
(VIÐLAG)
Nú Jehóva gefur okkur gleði
og glöð við hrópum hátt í söng.
Í voninni fögnum, þakklát verum öll,
Drottinn vegsömum við dægrin löng.
Því Jehóva gefur okkur gleði
og glöð við prédikum nafn hans.
Með stöðugri hollustu við styðjum Guð,
glaðir starfa þjónar skaparans
(Sjá einnig 1. Kron. 16:27; Sálm. 112:4; Lúk. 21:28; Jóh. 8:32.)