Söngur 113
Þakklát fyrir orð Guðs
Prentuð útgáfa
1. Við þökkum þér, Jehóva, þitt góða orð
og þiggjum að nærast við nægtanna borð.
Þú blést trúföstum mönnum í brjóst öll orðin þín,
þann boðskap og leiðsögn sem okkur er brýn.
2. Hún býr yfir krafti að brúa hvert bil
með boðskap sem höfðar alls mannkynsins til.
Er spámönnum Guðs kynnumst sem kusu rétta braut,
það kjark eykur okkur og afléttir þraut.
3. Þitt orð nær til hjartans, það orkar svo sterkt,
að andann og hugann það djúpt getur snert.
Það rannsakar hvöt hjartans og hugrenningar manns
og heilræðin býður og loks lífsins krans.
(Sjá einnig Sálm. 119:16, 162; 2. Tím. 3:16; Jak. 5:17; 2. Pét. 1:21.)