Söngur 139
Kennum þeim að vera staðföst
Gleði sönn í kennslu sýnir sig
er Guðs sauðir þroska ná.
Hefur Jehóva þeim sýnt sitt lið,
er þau sannleiksorðin tjá.
(VIÐLAG)
Jehóva heyrðu hjartans þrá,
bæn okkar: Hafðu gát þeim á.
Í Jesú nafni biðjum við: Veittu þeim lið
svo trú þau verði alla tíð.
Dag hvern bárum við fram bænarorð
þegar bar að höndum raun.
Ávallt tókum nægan tíma frá,
bjargföst trú er þeirra laun.
(VIÐLAG)
Jehóva heyrðu hjartans þrá,
bæn okkar: Hafðu gát þeim á.
Í Jesú nafni biðjum við: Veittu þeim lið
svo trú þau verði alla tíð.
Ó, að staðföst öll þau standi nú,
Guð sinn styðji og hans son.
Og er traust og trúnað sýna þau
þeirra trygga rætist von.
(VIÐLAG)
Jehóva heyrðu hjartans þrá,
bæn okkar: Hafðu gát þeim á.
Í Jesú nafni biðjum við: Veittu þeim lið
svo trú þau verði alla tíð.
(Sjá einnig Lúk. 6:48; Post. 5:42; Fil. 4:1.)