Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 18 bls. 48-bls. 49 gr. 4
  • Logandi runni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Logandi runni
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Þyrnirunninn logandi
    Biblíusögubókin mín
  • Hvers vegna Móse flúði
    Biblíusögubókin mín
  • Lærum að þekkja vegi Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Móse – kærleiksríkur maður
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 18 bls. 48-bls. 49 gr. 4
Móse við logandi runnann.

SAGA 18

Logandi runni

Móse bjó í Midíanslandi í 40 ár. Hann gifti sig og eignaðist börn. Dag einn þegar hann var að passa kindurnar sínar nálægt Síanífjalli sá hann svolítið furðulegt. Hann sá logandi þyrnirunna sem brann samt ekki. Þegar Móse fór nær til að kanna málið heyrði hann rödd sem kom innan úr runnanum og sagði: ‚Móse, ekki koma nær! Farðu úr sandölunum því að jörðin sem þú stendur á er heilög.‘ Það var Jehóva sem var að tala í gegnum engil.

Móse varð hræddur og faldi andlitið. Röddin sagði: ‚Ég hef séð hversu illa er farið með Ísraelsmenn. Ég ætla að bjarga þeim frá Egyptum og fara með þá í gott land. Þú átt að leiða fólkið mitt út úr Egyptalandi.‘ Heldurðu að Móse hafi ekki verið hissa?

Móse spurði: ‚Hvað á ég að segja þegar fólkið spyr hver sendi mig?‘ Guð svaraði: ‚Segðu þeim að Jehóva, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs hafi sent þig.‘ Móse spurði þá: ‚En hvað ef fólkið hlustar ekki á mig?‘ Jehóva sannaði fyrir Móse að hann myndi hjálpa honum. Hann sagði Móse að henda stafnum sínum á jörðina. Og stafurinn varð að eiturslöngu. Þegar Móse greip í halann á eiturslöngunni varð hún aftur að staf. Jehóva sagði: ‚Þegar þú gerir þetta kraftaverk sannar það að ég hafi sent þig.‘

Móse sagði: ‚En ég er ekki góður í að tala.‘ Jehóva lofaði honum: ‚Ég skal láta þig vita hvað þú átt að segja. Og ég sendi líka Aron bróður þinn til að hjálpa þér.‘ Núna vissi Móse að Jehóva var með honum. Móse fór aftur til Egyptalands og tók konuna sína og syni með.

„Ekki hafa áhyggjur af því hvað þið eigið að segja eða hvernig, því að ykkur verður gefið það jafnóðum.“ – Matteus 10:19.

Spurningar: Hvað sá Móse þegar hann var að passa kindurnar sínar? Hvað vildi Jehóva að Móse gerði?

2. Mósebók 3:1–4:20; Postulasagan 7:30–36

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila