Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 27 bls. 68-bls. 69 gr. 2
  • Þeir gerðu uppreisn gegn Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þeir gerðu uppreisn gegn Jehóva
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Stafur Arons blómgast
    Biblíusögubókin mín
  • Hlýðum þeim sem Guð hefur falið forystu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Kóra gerir uppreisn
    Biblíusögur í myndum
  • Hvernig lítur Jehóva á þig?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 27 bls. 68-bls. 69 gr. 2
Kóra og menn hans standa fyrir framan Móse og Aron.

SAGA 27

Þeir gerðu uppreisn gegn Jehóva

Nokkru seinna, þegar Ísraelsmennirnir voru enn í eyðimörkinni, gerðu Kóra, Datan, Abíram og 250 aðrir uppreisn gegn Móse. Þeir sögðu við hann: ‚Við erum komnir með nóg af þér! Af hverju átt þú að vera leiðtogi okkar og Aron æðstiprestur? Jehóva er með okkur öllum, ekki bara ykkur Aroni.‘ Jehóva var ekki ánægður. Hann sá þetta sem uppreisn gegn sér!

Móse sagði við Kóra og menn hans: ‚Komið í tjaldbúðina á morgun og takið með ykkur eldpönnurnar ykkar með reykelsi í. Jehóva mun sýna okkur hvern hann hefur valið.‘

Daginn eftir fóru Kóra og mennirnir 250 til að hitta Móse við tjaldbúðina. Þeir brenndu reykelsi þar eins og þeir væru prestar. Jehóva sagði við Móse og Aron: ‚Farið burt frá Kóra og mönnum hans.‘

Kóra fór til að hitta Móse við tjaldbúðina. En Datan, Abíram og fjölskyldur þeirra vildu ekki fara. Jehóva sagði Ísraelsmönnunum að fara burt frá tjöldum Kóra, Datans og Abírams. Þeir fóru strax burt. Datan, Abíram og fjölskyldur þeirra stóðu fyrir utan tjöldin sín. Allt í einu opnaðist jörðin og gleypti þau! Við tjaldbúðina kom eldur niður af himni og kveikti í Kóra og mönnum hans 250.

Jörðin klofnar og gleypir Datan, Abíram og fjölskyldur þeirra.

Síðan sagði Jehóva við Móse: ‚Taktu staf frá leiðtoga hverrar ættar og skrifaðu nafn hans á stafinn. Á stafinn fyrir ætt Leví skaltu skrifa nafn Arons. Settu stafina inn í tjaldbúðina. Það munu vaxa blóm á staf þess manns sem ég vel.‘

Daginn eftir sótti Móse alla stafina og sýndi leiðtogunum þá. Á stafnum hans Arons voru blóm og fullþroskaðar möndlur. Þannig sýndi Jehóva að hann hafði valið Aron til að vera æðstiprestur.

„Hlýðið þeim sem fara með forystuna á meðal ykkar og verið þeim undirgefin.“ – Hebreabréfið 13:17.

Spurningar: Af hverju gerðu Kóra og menn hans uppreisn gegn Móse? Hvernig vitum við að Jehóva valdi Aron til að vera æðstiprestur?

4. Mósebók 16:1–17:13; 26:9–11; Sálmur 106:16–18

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila