SAGA 30
Rahab faldi njósnarana
Þegar njósnararnir tveir fóru inn í Jeríkóborg fengu þeir að vera hjá konu sem hét Rahab. Konungurinn í Jeríkó komst að því og sendi hermenn heim til Rahab. Hún faldi njósnarana uppi á þaki og sendi hermennina í burtu. Hún sagði við njósnarana: ‚Ég ætla að hjálpa ykkur af því að ég veit að Jehóva er með ykkur og að þið munuð sigra landið. Lofið mér að þið munið bjarga fjölskyldunni minni.‘
Njósnararnir sögðu við Rahab: ‚Við lofum að það komi ekkert fyrir þá sem verða inni í húsinu þínu.‘ Þeir sögðu: ‚Bittu rauðan kaðal í gluggann hjá þér og þá bjargast fjölskyldan þín.‘
Rahab lét njósnarana klifra niður kaðal út um gluggann hjá sér. Þeir földu sig í fjöllunum í þrjá daga áður en þeir fóru til baka til Jósúa. Síðan fóru Ísraelsmenn yfir Jórdanána og gerðu sig tilbúna til að ráðast á landið. Þeir byrjuðu á að sigra Jeríkó. Jehóva sagði þeim að ganga hringinn í kringum borgina einu sinni á dag í sex daga. Sjöunda daginn gengu þeir sjö hringi í kringum borgina. Síðan blésu prestarnir í lúðrana og hermennirnir hrópuðu eins hátt og þeir gátu. Borgarmúrarnir hrundu! Hús Rahab var á múrnum en það féll ekki. Rahab treysti Jehóva og þess vegna björguðust hún og fjölskylda hennar.
„Var ekki … Rahab sömuleiðis lýst réttlát vegna verka sinna eftir að hún tók með gestrisni á móti sendiboðunum og lét þá fara burt aðra leið?“ – Jakobsbréfið 2:25.