Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 31 bls. 78-bls. 79 gr. 3
  • Jósúa og Gíbeonítarnir

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jósúa og Gíbeonítarnir
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Vitru Gíbeonítarnir
    Biblíusögubókin mín
  • Sólin stendur kyrr
    Biblíusögubókin mín
  • ‚Jehóva Guði vorum viljum vér þjóna‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Láttu Jósúabók hjálpa þér — þjónaðu Jehóva af hugrekki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 31 bls. 78-bls. 79 gr. 3
Gíbeonítarnir koma í slitnum fötum til Jósúa og hermanna hans.

SAGA 31

Jósúa og Gíbeonítarnir

Aðrar þjóðir í Kanaanslandi fréttu af því sem hafði gerst í Jeríkó. Konungar þeirra ákváðu að hjálpast að við að berjast við Ísraelsmenn. En Gíbeonítarnir voru með annað plan. Þeir fóru til Jósúa í slitnum fötum og sögðu: ‚Við erum frá landi sem er langt í burtu. Við höfum frétt um Jehóva og allt sem hann gerði fyrir ykkur í Egyptalandi og Móab. Lofið okkur að þið munið ekki ráðast á okkur. Þá skulum við þjóna ykkur.‘

Jósúa trúði þeim og lofaði að ráðast ekki á þá. Þrem dögum seinna komst hann að því að þeir voru ekki frá landi sem var langt í burtu. Þeir voru frá Kanaanslandi. Jósúa spurði Gíbeonítana: ‚Af hverju voruð þið að ljúga að okkur?‘ Þeir svöruðu: ‚Við vorum hræddir. Við vitum að Jehóva Guð ykkar er að berjast fyrir ykkur. Vertu svo góður að drepa okkur ekki.‘ Jósúa stóð við loforðið og leyfði þeim að lifa.

Stuttu seinna ógnuðu fimm konungar frá Kanaanslandi og hermenn þeirra Gíbeonítunum. Jósúa og her hans gengu heila nótt til að bjarga Gíbeonítunum. Þeir byrjuðu að berjast snemma næsta morgun. Kanverjarnir flúðu í allar áttir. Og hvert sem þeir hlupu lét Jehóva stórt hagl rigna yfir þá. Síðan bað Jósúa Jehóva um að láta sólina standa kyrra. Sólin hafði aldrei staðið kyrr áður. Af hverju bað Jósúa þá um það? Af því að hann treysti að Jehóva gæti gert það. Og sólin settist ekki í heilan dag, ekki fyrr en Ísraelsmenn höfðu sigrað konunga Kanaanslands og hermenn þeirra.

Jósúa horfir til himins og biður Jehóva að láta sólina standa kyrra.

„Láttu ‚já‘ þitt merkja já og ‚nei‘ þitt nei því að allt þar fyrir utan er frá hinum vonda.“ – Matteus 5:37.

Spurningar: Hvað gerðu Gíbeonítarnir til að bjarga sér? Hvernig hjálpaði Jehóva Ísraelsmönnunum?

Jósúabók 9:1–10:15

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila