Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 32 bls. 80-bls. 81 gr. 2
  • Nýr leiðtogi og tvær hugrakkar konur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nýr leiðtogi og tvær hugrakkar konur
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Tvær hugrakkar konur
    Biblíusögubókin mín
  • „Þú komst fram, móðir í Ísrael“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Megi fúsleiki þinn vera Jehóva til lofs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 32 bls. 80-bls. 81 gr. 2
Barak biður Debóru að koma með sér.

SAGA 32

Nýr leiðtogi og tvær hugrakkar konur

Jósúa dó þegar hann var orðinn 110 ára. Þá var hann búinn að leiða þjóð Jehóva í mörg ár. Á meðan hann var á lífi tilbáðu Ísraelsmennirnir Jehóva. En þegar Jósúa var dáinn fóru þeir að tilbiðja skurðgoð eins og Kanverjarnir gerðu. Jehóva leyfði Kanverska konunginum Jabín að gera lífið erfitt fyrir Ísraelsmenn af því að þeir héldu ekki áfram að fylgja honum. Fólkið sárbað Jehóva um hjálp. Þá gaf Jehóva þeim nýjan leiðtoga, Barak. Hann myndi hjálpa fólkinu að snúa aftur til Jehóva.

Debóra, sem var spákona, lét sækja Barak. Hún var með skilaboð til hans frá Jehóva: ‚Taktu 10.000 menn með þér og farðu á móti her Jabíns við Kísoná. Þar muntu sigra Sísera hershöfðingja Jabíns.‘ Barak svaraði Debóru: ‚Ég skal fara, en bara ef þú kemur með mér.‘ Hún sagði: ‚Ég skal koma með þér. En þú munt ekki drepa Sísera. Jehóva er búinn að segja að kona muni drepa hann.‘

Debóra fór með Barak og her hans upp á Taborfjall til að undirbúa orrustuna. Um leið og Sísera frétti af þessu safnaði hann saman herliði sínu og stríðsvögnunum í dalnum fyrir neðan fjallið. Debóra sagði við Barak: ‚Í dag gefur Jehóva þér sigur.‘ Barak og 10.000 menn hans fóru niður af fjallinu til að berjast við sterkan her Sísera.

Þá lét Jehóva Kísonána flæða yfir bakka sína. Stríðsvagnar Sísera festust í drullunni. Sísera stökk úr vagninum og hljóp í burtu. Barak og her hans sigruðu her Sísera. En Sísera slapp! Hann hljóp í burtu og faldi sig í tjaldi hjá konu sem hét Jael. Hún gaf honum mjólk að drekka og breiddi síðan yfir hann teppi. Sísera var þreyttur og steinsofnaði. Síðan læddist Jael að honum og negldi tjaldhæl í hausinn á honum svo að hann dó.

Barak og Debóra lofa Jehóva í söng.

Barak var að leita að Sísera og Jael kom út úr tjaldinu sínu og sagði: ‚Komdu inn. Ég skal sýna þér manninn sem þú ert að leita að.‘ Barak fór inn í tjaldið og sá að Sísera var dauður. Barak og Debóra lofuðu Jehóva í söng fyrir að gefa Ísraelsmönnum sigur yfir óvinum sínum. Næstu 40 árin var friður í Ísrael.

„Mikill her kvenna flytur gleðifréttirnar.“ – Sálmur 68:11.

Spurningar: Hvernig hjálpaði Debóra Ísraelsmönnunum? Hvernig sýndi Jael hugrekki?

Dómarabókin 4:1–5:31

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila