Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 33 bls. 82-bls. 83 gr. 2
  • Rut og Naomí

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Rut og Naomí
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Rut og Naomí
    Biblíusögubókin mín
  • Höfuðþættir Rutarbókar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Rutarbók – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
  • Höldum áfram að sýna hvert öðru tryggan kærleika
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 33 bls. 82-bls. 83 gr. 2
Naomí segir Rut að fara heim.

SAGA 33

Rut og Naomí

Þegar það var hungursneyð í Ísrael fluttist ísraelsk kona sem hét Naomí til Móabslands með manninum sínum og sonum þeirra tveim. Seinna dó maðurinn hennar Naomí. Synir hennar giftust Rut og Orpu sem voru Móabítar. En seinna dóu synir Naomí líka.

Þegar Naomí frétti að það væri ekki lengur hungursneyð í Ísrael ákvað hún að fara aftur heim. Rut og Orpa fóru með henni en á leiðinni sagði Naomí við þær: ‚Þið voruð góðar eiginkonur og góðar tengdadætur. Ég vil að þið giftið ykkur aftur. Farið heim til Móabs.‘ Þær sögðu: ‚Við elskum þig. Við viljum ekki fara frá þér.‘ Naomí hélt áfram að segja þeim að fara heim. Að lokum fór Orpa, en Rut fór ekki. Naomí sagði við Rut: ‚Orpa er að fara til baka til fólks síns og guða sinna. Farðu með henni og farðu heim til mömmu þinnar.‘ En Rut sagði: ‚Ég mun ekki fara frá þér. Þitt fólk verður mitt fólk og þinn Guð verður minn Guð.‘ Hvernig heldurðu að Naomí hafi liðið þegar hún heyrði það?

Rut og Naomí komu til Ísraels í byrjun bygguppskerunnar. Dag einn fór Rut til að tína korn sem var eftir á akri manns sem hét Bóas. Hann var sonur Rahab. Hann frétti að Rut væri móabísk kona sem hafði sýnt Naomí trúfesti með því að vera áfram hjá henni. Hann sagði vinnumönnunum sínum að skilja svolítið meira eftir af korni á akrinum fyrir Rut til að safna.

Rut safnar korni á akri Bóasar.

Um kvöldið spurði Naomí Rut: ‚Hver á akurinn sem þú vannst á í dag?‘ Rut svaraði: ‚Maður sem heitir Bóas á akurinn.‘ Naomí sagði við hana: ‚Bóas er ættingi mannsins míns. Haltu áfram að vinna á akri hans með hinum ungu konunum. Þú verður örugg þar.‘

Naomí með Bóasi, Rut og Óbeð.

Rut hélt áfram að vinna á akri Bóasar þangað til uppskeran var búin. Bóas tók eftir að Rut var dugleg og frábær kona. Á þessum tíma voru lögin þannig að ef maður dó áður en hann eignaðist son átti ættingi hans að giftast konunni hans. Þess vegna giftist Bóas Rut. Þau eignuðust son sem hét Óbeð. Hann varð afi Davíðs konungs. Vinkonur Naomí voru himinlifandi. Þær sögðu: ‚Fyrst gaf Jehóva þér Rut sem er búin að vera mjög góð við þig. Og núna ertu búin að eignast barnabarn. Lofaður sé Jehóva.‘

„Til er vinur sem er tryggari en bróðir.“ – Orðskviðirnir 18:24.

Spurningar. Hvernig sýndi Rut að hún elskaði Naomí? Hvernig sá Jehóva um Rut og Naomí?

Rutarbók 1:1–4:22; Matteus 1:5

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila