Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 42 bls. 102-bls. 103 gr. 3
  • Jónatan var hugrakkur og trúfastur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jónatan var hugrakkur og trúfastur
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Þeir voru nánir vinir
    Líkjum eftir trú þeirra
  • Ekkert getur hindrað Jehóva
    Líkjum eftir trú þeirra
  • Sameinaðir undir merki kærleikans
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Sýndu Jehóva hollustu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 42 bls. 102-bls. 103 gr. 3
Jónatan og skjaldsveinninn hans.

SAGA 42

Jónatan var hugrakkur og trúfastur

Jónatan, elsti sonur Sáls konungs, var hugrakkur hermaður. Davíð sagði að Jónatan væri fljótari en örn og sterkari en ljón. Einu sinni sá Jónatan filisteska hermenn uppi á hæð. Hann sagði við manninn sem hélt á vopnunum hans: ‚Við ráðumst bara á þá ef Jehóva gefur okkur merki um það. Ef Filistearnir segja að við eigum að koma upp til sín þá vitum við að við eigum að ráðast á þá.‘ Filistearnir kölluðu: ‚Komið upp og berjist við okkur.‘ Þá klifruðu Jónatan og aðstoðarmaðurinn hans upp á hæðina og sigruðu 20 hermenn.

Jónatan gefur Davíð hluta af því sem hann á.

Jónatan var elsti sonur Sáls og hefði þess vegna átt að verða konungur á eftir honum. En Jónatan vissi að Jehóva var búinn að velja Davíð til að verða næsti konungur í Ísrael. Hann var samt ekkert afbrýðisamur. Jónatan og Davíð urðu mjög góðir vinir. Þeir lofuðu að hjálpast að og vernda hvor annan. Þeir voru svo góðir vinir að Jónatan gaf Davíð yfirhöfnina sína, sverðið sitt, bogann sinn og beltið sitt.

Þegar Davíð var að flýja frá Sál fór Jónatan til hans og sagði: ‚Vertu hugrakkur og sterkur. Jehóva er búinn að velja þig til að verða konungur. Pabbi veit það meira að segja.‘ Myndir þú vilja eiga góðan vin eins og Jónatan?

Jónatan setti líf sitt í hættu oftar en einu sinni til að hjálpa vini sínum. Hann vissi að Sál konungur vildi drepa Davíð svo að hann sagði við hann: ‚Pabbi, það væri rangt af þér að drepa Davíð. Hann hefur ekki gert neitt af sér.‘ Sál varð öskureiður við Jónatan.

Nokkrum árum seinna dóu Sál og Jónatan í sama bardaganum. Eftir að Jónatan dó leitaði Davíð að Mefíbóset syni hans. Þegar Davíð fann Mefíbóset sagði hann við hann: ‚Ég ætla að hugsa vel um þig alla ævi þína af því að pabbi þinn var mjög góður vinur minn. Þú mátt búa í höllinni minni og borða við sama borð og ég.‘ Davíð gleymdi aldrei Jónatan vini sínum.

„Elskið hver annan eins og ég hef elskað ykkur. Enginn á meiri kærleika en sá sem leggur lífið í sölurnar fyrir vini sína.“ – Jóhannes 15:12, 13.

Spurningar: Hvernig sýndi Jónatan að hann var hugrakkur? Hvernig sýndi Jónatan að hann var trúfastur?

1. Samúelsbók 14:1–23; 18:1–4; 19:1–6; 20:32–42; 23:16–18; 31:1–7; 2. Samúelsbók 1:23; 9:1–13

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila