SAGA 44
Musteri handa Jehóva
Þegar Salómon var orðinn konungur í Ísrael spurði Jehóva hann: „Hvað viltu að ég gefi þér?“ Salómon svaraði: ‚Ég er ungur og ég veit ekki hvað ég er að gera. Viltu gefa mér visku til að ég geti hugsað um fólkið þitt?‘ Jehóva sagði: ‚Fyrst þú baðst um að verða vitur skal ég gera þig að vitrasta manni á jörðinni. Ég mun líka gera þig mjög ríkan. Og ef þú ert hlýðinn mér muntu lifa lengi.‘
Salómon fór að byggja musterið. Hann notaði það besta sem var til af gulli, silfri, viði og steinum. Mörg þúsund flinkir menn og konur hjálpuðu til við að byggja musterið. Eftir sjö ár var musterið tilbúið og það var hægt að vígja það Jehóva. Fórnir voru lagðar á altarð sem var fyrir framan innganginn á musterinu. Salómon kraup fyrir framan altarið og bað: ‚Jehóva, þetta musteri er ekki nógu stórt eða fallegt fyrir þig. En viltu taka við tilbeiðslu okkar og hlusta á bænir okkar?‘ Hvað fannst Jehóva um musterið og um bæn Salómons? Um leið og Salómon var búinn með bænina kom eldur af himni og kveikti í fórnunum á altarinu. Jehóva var ánægður með musterið. Ísraelsmennirnir fögnuðu þegar þeir sáu þetta.
Fólk alls staðar í Ísrael vissi að Salómon var vitur. Meira að segja fólk í löndum langt í burtu vissi það. Fólk kom til Salómons til að biðja hann um að hjálpa sér að leysa vandamál sín. Drottningin af Saba kom meira að segja til að láta reyna á hann með erfiðum spurningum. Þegar hún heyrði svörin hans sagði hún: ‚Ég trúði ekki því sem fólkið var búið að segja mér um þig en núna veit ég að þú ert meira að segja vitrari en það sagði. Jehóva Guð þinn hefur blessað þig.‘ Lífið var gott í Ísrael og fólkið var ánægt. En það átti eftir að breytast.
„Hér er meira en Salómon.“ – Matteus 12:42.