Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 46 bls. 112-bls. 113 gr. 1
  • Það sem gerðist á Karmelfjalli

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Það sem gerðist á Karmelfjalli
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Hann varði sanna tilbeiðslu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Verður þú trúfastur eins og Elía?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Ertu stundum einmana og hræddur?
    Kenndu börnunum
  • Núna er tíminn til að ganga einbeitt til verks
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 46 bls. 112-bls. 113 gr. 1
Eldur frá Jehóva kveikir í fórn Elía.

SAGA 46

Það sem gerðist á Karmelfjalli

Í tíuættkvíslaríkinu Ísrael voru margir slæmir konungar. En Akab var einn af þeim verstu. Hann giftist vondri konu sem tilbað Baal. Hún hét Jesebel. Akab og Jesebel fengu marga í landinu til að tilbiðja Baal og þau drápu spámenn Jehóva. Hvað gerði Jehóva? Hann sendi Elía spámann með skilaboð til Akabs.

Elía sagði við Akab konung að það myndi ekki rigna neitt í Ísrael af því að hann væri svo vondur. Í meira en þrjú ár var mjög erfitt að rækta mat því að það var svo þurrt. Það var hungursneyð í landinu. Seinna sendi Jehóva Elía aftur til Akabs. Akab sagði: ‚Þessi vandræði eru öll þér að kenna.‘ Elía svaraði: ‚Þurrkurinn er ekki mér að kenna. Hann er þér að kenna, af því að þú tilbiður Baal. Við skulum prófa svolítið. Safnaðu saman þjóðinni og spámönnum Baals upp á Karmelfjall.‘

Fólkið fór upp á fjallið. Elía sagði: ‚Ákveðið ykkur núna. Ef Jehóva er hinn sanni Guð skuluð þið fylgja honum. En ef Baal er það skuluð þið fylgja honum. Ég er með áskorun fyrir ykkur. Allir 450 spámenn Baals eiga að undirbúa fórn og ákalla sinn guð. Og ég ætla að undirbúa fórn og ákalla Jehóva. Sá sem svarar með eldi er hinn sanni Guð.‘ Fólkið samþykkti þetta.

Spámenn Baals undirbjuggu fórn. Þeir kölluðu allan daginn: „Baal! Svaraðu okkur!“ Baal svaraði ekki. Þá gerði Elía grín að honum og sagði: ‚Kallið eins hátt og þið getið. Kannski er hann sofnaður og það þarf einhver að vekja hann.‘ Það var komið kvöld og spámenn Baals voru enn þá kallandi. En það kom ekkert svar.

Elía setti fórnina sína á altarið og hellti vatni yfir hana alla. Síðan bað hann: ‚Jehóva! Láttu þetta fólk sjá að þú ert hinn sanni Guð.‘ Eins og skot sendi Jehóva eld frá himni til að kveikja í fórninni. Fólkið hrópaði: „Jehóva er hinn sanni Guð!“ Elía sagði: ‚Látið spámenn Baals ekki sleppa.‘ Allir 450 spámenn Baals voru drepnir þennan dag.

Það sást í lítið ský langt úti yfir sjónum og Elía sagði við Akab: ‚Það er að koma óveður. Gerðu vagninn kláran og drífðu þig heim.‘ Himininn fylltist af dökkum skýjum. Það kom rok og hellirigning. Loksins var ekki þurrkur lengur. Akab ók vagninum eins hratt og hann gat. Með hjálp Jehóva hljóp Elía hraðar en vagninn. En voru þá engin vandamál hjá Elía lengur? Við lesum um það í næstu sögu.

„Fólk skal fá að vita að þú sem heitir Jehóva, þú einn ert Hinn hæsti yfir allri jörðinni.“ – Sálmur 83:18.

Spurningar: Hvað gerðist á Karmelfjalli? Hvernig svaraði Jehóva bæn Elía?

1. Konungabók 16:29–33; 17:1; 18:1, 2, 17–46; Jakobsbréfið 5:16–18

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila